Að þekkja sársauka náunga

„Ég held að margir eigi í erfiðleikum með að skilja hvernig það er að vera fórnarlamb þegar ráðist er á mann fyrir útlit eða þjóðerni,“ skrifaði Dane Magnússon, formaður Félags anti-rasista, í grein sinni í Morgunblaðinu 10. mars sl. en sjálfur eru hann af erlendum bergi brotinn.

Ég deili með honum þeirri skoðun að það er alls ekki sjálfgefið að geta farið í spor þolananda þess sem orðið hefur fyrir fordómum og mismunum og skynjað sársauka hans, reiði og sorg.

Sjálfur hef ég margsinnis orðið vitni að því að fólk hefur jafnvel ekki viljað viðurkenna tilvist fordóma og mismununar í kringum sig þegar einhver hefur bent þeim á þau og kvartað yfir þeim. „Þetta eru ekki fordómar. Þú ert að gera stórmál út úr einhverju sem er ekki neitt,“ segja sumir í slíkum tilfellum án þess að velta málinu frekar fyrir sér.

Ég ætla hins vegar ekki að falla í þá gryfju að telja að erfiðleikarnir sem leiða til þess að kvartanir sem þessar um fordóma sé einfaldlega í eðli mannanna og því óbreytanlegir eða að einungis sé um örlög að ræða á hvorn veginn sem er. Það sé einfaldlega staðreynd að svona séu samskipti á milli fólks og við því sé ekkert að gera.

Það er rétt að það er að takmarkað sem við getum skilið af lífi og starfi annars fólks. Margir vita það af eigin reynslu, jafnvel í hjónalífi gætir oft skilningsleysis. Það er jú erfitt verkefni að skilja annan mann, vonir hans og væntingar, hefðir og hæfileika nægilega vel. Stundum látum við flakka setningar á borð við : „Karlmenn geta ekki skilið konur, því að þeir eru ekki konur,“ eða „Hvítir menn munu aldrei skilja þá þjáningu sem svertingjar mæta í heiminum.“ Það gæti verið rétt að nokkru leyti. En ég vil ekki láta staðar numið hér , þar sem með þessum orðum gæti verið umræðunni er ekki lokið.

Manneskjunni er gefin frábær hæfileiki til þess að komast yfir erfiðleika í samskiptum og að gagnkvæmum skilningi. Sá hæfileiki þróa manneskjur strax með sér á barnsaldri og er kallað að setja sig í spor einhvers annars og finna út hvernig honum líður. Það sem við hugsum og höldum að sé rétt er í raun og veru meira og minna ágiskun okkur en ef við setjum okkur í spor einhvers, t.d. þess sem verður fyrir eineltis, fordómum, fátækt og virkilega ímyndum okkur hvernig honum líður þá verður okkur meira ágengt.

Við skulum því alls ekki vanmeta þennan hæfileika okkar. Hann eflir samkennd okkar. Með því að nota ímyndunaraflið getum við fengið skýrari mynd af lífsreynslu sem við höfum ekki upplifað sjálf, t.d. af fólki hvers mannréttindi hafa verið fótum troðin, þar sem málfrelsi er heft og kúgun kvenna. Þetta á líka við um tilfinningar fólks sem finnst það mæta niðurlægjandi framkomu og mismunum vegna útlits sína og þjóðernis.

Það er e.t.v. rétt þessi hæfileiki virkar ekki alltaf sjálfkrafa og við þurfum að æfa okkur í að nota ímyndunaraflið. Vitaskuld gæti einnig verið eitthvað sem óraunverulegt, svo fjarri raunveruleika okkar að við getum einu sinni í ímyndað okkur það, hvað þá sett okkur í spor viðkomandi. Ég tel samt að það skipti máli eða eins og segir í Brennu-Njálssögu „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi,” Við erum öll bræður í þessari veröld og það skiptir máli hvort við viljum skoða og skilja afstöðu annarra.

Í íslenskri orðabók er hugtakið ,,Fordómur“ útskýrt sem „ógrundaður dómur eða skoðun.“ Ég útskýrir fordóma á ekki ósvipaðan hátt : „að taka eitthvað sem sjálfsagðan hlut / sjálfgefinn sannleika án þess að skoða hvaða merking liggur þar að baki“.

En mig langar einnig að gefa skilgreiningu sem hefur yfir sér mennlegri blæ: „að fordómar séu fyrirbæri sem fara fram hjá persónuleika einstaklings og eiginleikum og gefa honum dóm sem var búin/n til fyrir staðaílmynd“.

Því tel ég að fordómar séu afleiðing ímyndunarleysis eða skorts dómsgreind sem hverjum og einum manni ber að nota, þar sem fordómar eru að nota dóm og mat á staðalímynd sem enginn veit í raun og veru hver bjó til en lifir engu að síður góðu lífi í okkur menningar-og markaðsþjóðfélagi.

Það má ræða og haldnar hafa verið ráðstefnur varðandi fordóma og mismunun. En mín reynsla er sú, að einkenni fordóma og mismununar, sem virðast vera sígild um alla tíð og allan tíma er sú að geraendur fordóma og mismununar hugsa varla um málið. Það gera hins vegar þolendur og fyrir þeim er málið mjög viðkvæmt. Gerendur gleyma málinu fljótt, en þolendur aldrei. Það virðist því vera að gerendur fordóma og mismundur þurfi að læra að setja sig í spor annarra, að ímynda sér hvernig annarri manneskju líður. Að finna til eins og hún finnur til þegar eitthvað er gert á hennar hlut.

Nú stendur yfir til 21. mars. Evrópuvika gegn kynþáttafordómum en þann dag er alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti hjá SÞ. Af þessu tilefni óska ég sérhverju okkar að endurnýja góðan vilja okkar, sem ég veit að við öllum höfum og byggja upp fordómalaust samfélag. Í hvert sinn sem við finnum til fordóma munum þá eftir og prófum að setja okkur í spor þess fólks sem við finnum fordóma til, finnum, sársauka þess jafnt sem gleði.

(Prestur innflytjenda, 19. mars 2009 Mbl.)

css.php