Án landamæra -2-

Landamæri eru hluti af raunverulegu lífi okkar í dag. En landamæri eru ekki sköpun Guðs. Þau eru mannleg gerð. Landamæri hafa verið búin til, til þess að aðgreina eitthvert land/þjóð frá öðrum löndum eða þjóðum. Sjálf eru þau hlutlaus. Þegar landamæri eru tákn fyrir sjálfstæði og ábyrgð viðkomandi þjóðar virka þau jákvætt. Þegar landamæri eru tákn fyrir eigin hagsmuni og ok harðstjóra virka þau neikvætt.

En að minnsta kosti nýtast landamæri okkur til að aðgreina ákveðna þjóð á heimskortinu. Ef landamæri eru ekki dregin á heimskortinu, þá er torvelt fyrir okkur að aðgreina hvar er hvaða þjóð á kortinu. Ef þið efist um orð mín, hvet ég ykkur að fara á Google Earth heima í dag, slökkva á landamæralínum og prófa að segja hvaða svæði er hvaða þjóð. Já, já, auðvitað getum við sagt hvar Ísland er eða Japan eða Ástralía. En finnið þá Slóvakíu, Kamerún eða Kambódíu. Ég lofa ykkur því að það sé miklu erfiðara en við höldum.

Við ruglumst þegar við sjáum ekki landamæri á korti. Við getum ekki aðgreint hvar er hvaða þjóð. En í rauninni eru landamæri ekki dregin á jörðinni. Hér er efni til umhugsunar. Kannski var það ekki ætlun Guðs að við skildum aðgreina svæði, land og þjóð meðal okkar. Kannski var það ekki vilji Guðs frá upphafi að við skildum sífellt reyna að aðgreina þjóð frá öðrum þjóðum, land frá öðrum löndum.

Já, Guð valdi Ísrael meðal þjóðanna og gaf honum landið fyrirheitna, því segi ég ekki að þjóð og land eiga ekkert erindi við Guð. En það var ekki allt. Náð Guðs á að berast til allra þjóða og alla heimsins eftir upprisu Drottins okkar og aðgreining meðal þjóðanna var þannig horfin fyrir augum Guðs.

Við ruglumst þegar við reynum að aðgreina eitthvað

sem við getum ekki aðgreint í raun. Eigum við þá ekki að reyna að hætta að aðgreina? Eigum við ekki að horfa á hluti sem eru fyrir augum okkar og sjá fyrst og fremst? Nú förum við að njóta sýningar ,,Án landamæra“ og mér var sagt að sýningin sé um fiðrildi. Ég held að fiðrildi hugsi ekki of mikið eða reyni að aðgreina eitthvað óþarft. Reynum að verða fiðrildi núna smástund og njótum sýningarinnar.

css.php