Dóttir og systkini í kirkjunni

Það sem ég ætla að ræða hér varðar hvorki skipun sóknarprest né hjúskaparmál heldur gildishlaðna orðanotkun í þjóðkirkjunni.

Margir kollegir mínir í kirkjunni notar oft orðasambandið ,,dótturkirkja okkar“. Þá eiga þeir við kirkjur í Afríku, sérstaklega kirkjur í Eþíópíu eða Kenýja, þar sem Íslendingar hafa lengi veitt aðstoð með því að senda trúboða og hjálparstarfsfólk.

Ég veit að starfsemi Íslendinga er ómetanleg þar og ég ber virðingu fyrir henni.

Hins vegar finna ég alltaf til óþæginda þegar ég heyri orðasambandið ,,dótturkirkja okkar “. notað. Af hverju segjum við ekki ,,systkini í Kristi“ eins og tíðkast víða í heiminum? (Samt kallast kirkjur í Norðurlöndum alltaf ,,systurkirkjur“)  Ég varð kristinn í japanskri kirkju og við fengum mikla aðstoð, bæði andlega og fjárhagslega, frá bandarískri kirkju. Samt hef ég aldrei heyrt nokkurn trúboða eða gest  frá Bandaríkjunum segja ,,dótturkirkja okkar í Japan“. Þeir kalla okkur ,, bræður og systur í Jesú.“

Ef til vill er  engin djúp hugsun eða hugmynd að baki þessu orðasambandi hér en samt gefur það til kynna að Íslendingar séu einhvers konar forsjáraðilar viðkomandi kirkju, og því þetta er gildishlaðið orð. Það ætti því að færa til betri vegar. Páll postuli segir þetta: ,,Ég gróðursetti, Apollós vökvaði, en Guð gaf vöxtinn“(1. Kor.).

Með fullri virðingu fyrir starfsemi kirkjunnar í Afríku, þá óska ég þess að dóttir okkar verði systkini

(Prestur innflytjenda, 2. júní 2006 Mbl.)

css.php