Elskar Guð okkur jafnt?

Hvernig er raunveruleiki fólks í heiminum ? Fólk á jörðinni býr við mjög misjafnar aðstæður og lífskjör þess eru alls ekki jöfn. Þegar við sjáum og heyrum um aðstæður í Sýrlandi eða í Afríku í fréttum, um hvað er að koma þar fyrir konur og börn, erum við þá sannfærð að Guð elski fólk í jafnt?

Skoðum stöðuna á Íslandi. Ísland er ekki í stríði og hér ríkir ekki hungursneyð sem betur fer. En samt getur fólk orðið fyrir alvarlegri lífsreynslu og óheppni. Ungt fólk lætur lífið í bílslysum. Margir eru að glíma við erfiða sjúkdóma. Aðrir eiga í erfiðleikum vegna fjölskylduvandamála eða fjármála. En á sama tíma eru einnig margir sem njóta lífsins í þessu sama samfélagi. Elskar Guð okkur jafnt í alvöru?

Lesa meira í Trú.is

css.php