ESB, hve langt ætlarðu að ganga?

Hvert ætlar Evrópusambandið að fara? Mig langar að ræða málefni sem brennur á mér en það eru mismunandi réttindi íbúa innan Evrópusambandsins og utan þeirra. Mér finnst eins og múr hafi verið reistur á milli íbúa innan sambandsins og annarra þegar kemur að almennum, borgaralegum réttindum í þessum löndum og sá múr virðist fara hækkandi.

Eins og við vitum vel, er það stefna ESB að móta sterkt efnahagslegt- og pólitískt bandalag í Evrópu, sumir segja nokkurs konar ,,ríki yfir ríkjunum”. ESB hefur innleitt fjórfrelsið svokallað, stefnt að upptöku sameiginlegrar myntar, Evrunnar og styrkt Evrópuþingið í sessi. Í kjölfarið hafa réttindi íbúa innan ESB jafnast að mörgu leyti og þægindi, t.d. við flutning á milli landa aukist.

Ísland er ekki í ESB, en hefur samt aðild að bandalaginu í gegnum EES-samninginn og Schengensamkomulagið og mörg af skyldum og réttindum sambandsins fellur því í hlut Íslands. Hér er .t.d. skylt að auglýsa eftir atvinnuumsóknum innan EES-svæðisins áður en leitað er eftir starfskröftum utan þess. Vinnumarkaður Íslendinga á að vera er jafnopin þegnum ríkja á EES-svæðinu og Íslendingum sjálfum. Hins vegar skal haft strangt eftirlit yfir komu erlendra ríkisborgara utan ESB samkvæmt reglum Schengensamkomulagsins. Ísland er því ekki alveg innan múra ESB, það má segja að landið sé á sérlóð en tengist bandalaginu í gegnum ákveðið hlið.

Á sama tíma og ESB borgarar eiga auðveldara að komast á milli og inn í ríki sambandsins verður það sífellt erfiðara fyrir ríkisborgara utan sambandsins. ,,Að komast inn í ESB“ þýðir ekki einungis að fá að starfa í ESB-landi heldur einnig að búa þar, með fjölskyldu sinni eða leita hælis í ESB.

Ef borin eru saman réttindin ríkisborgara lands sem er í ESB og þess sem er það ekki gagnvart þriðja aðildarríki ESB er munurinn skýr, nánast eins og svart og hvítt. ESB ríkisborgari nýtur næstum sömu réttinda og sá sem er innfæddur ríkisborgari. Hann getur búið þar sem hann vill og starfað við það sem hann vill. Hinn er utangarðsmaður og verður að þræða sig eftir flóknum leiðum sem stundum líkjast helst þrautum til þess að fá að búa í landinu, jafnvel fjölskyldu sinni eða öðlast ný heimkynni þrátt fyrir að lífi hans og lifum stafi jafnvel hætta í heimalandi hans.

Ég veit um og viðurkenni rétt sérhverrar, fullvalda þjóðar til þess að vernda ríkisborgara sína og veita þeim ákveðin forréttindi. Það sem angrar mig er að ESB er ekki “þjóð” í sömu merkingu og þegar við rætt er um fullvalda þjóðir. Það er enn ,,bandalag“ sjálfstæðra ríkja og ég er því efins um að þetta sé mismunun á grundvelli fullveldisins. Ef ég leyfi mér að nota dálítið tilfinningaríkari tjáningu, þá virðist mér stefna ESB eins og hún er núna eins og: ,, Við í Evrópu erum góðir vinir, en þið í Asíu og Afríku, getið verið úti.”

Í 26. gr. alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi segir m.a.: ,,Allir eru jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á sömu lagavernd án nokkurrar mismununar. Lögin skulu því í þessu skyni banna hvers konar mismunun … vegna kynþáttar, … þjóðernisuppruna eða félagslegs uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.“

Er gildi þess ákvæðis líka misjafnt eftir því hvort menn séu inn í ESB eða utan?

Í Japan er málsháttur ,, Förum öll yfir á rauðu ljósi og við þurfum ekkert að óttast.” Hann segir raunverulega að þegar einstaklingur brýtur lögð þá er það glæpur en þegar fjöldi manna brýtur lög saman þykir það ekki lengur glæpsamlegt. Mér sýnist stefna ESB undanfarin ár hallast að þessum málshætti að nokkru leyti.

Svo langar mig til að spyrja, hversu langt má ESB ganga á þessari leið? Hversu mikið má ,,bandalag ríkja“ mismuna þegnum þessa heims á þennan hátt?

(Prestur innflytjenda, 29. mars 2007 Blaðið)

css.php