Málefni innflytjenda aftur í umræðuna

Bankahrunið og efnahagslegir erfiðleikar í kjölfar þess sköðuðu talsvert stöðu innflytjenda á Íslandi líka. Tjónið varðaði ekki aðeins fjármál hvers og eins innflytjanda og fjölskyldu hans, heldur vörðuðu þau einnig starfsáætlanir í málefni innflytjenda hjá ríkinu, borginni og öðrum sveitarfélögum.

Fjöldi innflytjenda á Íslandi jókst mjög hratt í kringum árin 2005 og 2006 eins og við munum vel (og sú staðreynd var raunar nátengd við orsök kreppunnar, þ.e. of mikil efnahagsleg þensla). Íslenska samfélagið varð að flýta sér að búa til móttökuferli fyrir innflytjendur svo sem eins og í skólum, heilsugæslu eða íslenskunámi. Mikil starfsorka og peningar voru notaðir í innflytjendamálin en í miðju ferlinu féll allt í einu allt niður.

Auðvita snéru margir innflytjendur til heimalanda sinna, en samt bjuggu 22.000 innflytjendur hérlendis í desember ársins 2009 samkvæmt upplýsingum Hagstofu. Þeim hafði lækkað um rúmlega 12 prósent á árinu, en samt voru þeir 7 prósent íbúa landsins. Við skulum ekki líta framhjá þessum tölum.

Tjónið sem innflytjendur urðu fyrir var bæði andlegt og félagslegt. Í stuttu máli sagt hurfu málefni innflytjenda úr hugum Íslendinga. Prófkjör flokkana fyrir síðustu kosningar, vorið 2009, sýndu það skýrt. Frambjóðendur af erlendum uppruna fengu lítinn stuðning, ekki síst varaþingmaður sem verið hafði fyrsti innflytjandinn til að sitja á Alþingi Íslendinga. Og auk þess var andrúmloftið í þjóðfélaginu ekki þannig að maður þyrði að taka upp málefni innflytjenda.

Mig langar að forðast misskilning. Ég er ekki að ásaka Íslendinga úti af ofangreindu í huga mínum. Það var ekki þannig að Íslendingar hefðu orðið vondir við innflytjendur. Þeir voru einfaldlega uppteknir af því hvernig þeir myndu stýra íslenskri þjóð á næstunni.

Aðstæðurnar eru enn sömu í grundvallar atriðum. Engu að síður verðum við að reyna að snúa okkur til framtíðar og skapa samfélag sem er sanngjarnt og gott við alla þegna sína. Og að sjálfsögðu eiga innflytjendur að taka þátt í þessu stóra verkefni. Eins og Hagastofan segir er 7 prósent íbúa Íslands erlendir ríkisborgarar og ef við teljum innflytjendur sem eru þegar orðnir Íslendingar mun hlutfallið jafnvel hærra en 7 prósent.

Prófkjör fyrir sveitarstjórnakosningar eru á gangi og brátt hefjast kosningarbarátta í alvöru. Ég óska þess að við það tækifæri komumst við innflytjendur og málefni okkar inn í umræðuna í þjóðfélaginu aftur.

(Prestur innflytjenda, 1. febrúar 2010 Mbl.)

css.php