Mannréttindi og tilfinningar manna

Íslendingar sem þjóð byggir á gömlum mergi. En þeir sem námu hér fyrst land voru ekki Íslendingar, heldur Norðmenn, en smám saman mótuðu hér þjóð og kölluðu sig og afkomendur sína Íslendinga. Þeir voru þá ekki Norðmenn lengur. Það voru því Íslendingar með norskt blóð í æðum sem í fyrstu byggðu upp landið en urðu síðan meðan tímanum„ekta Íslendingar.“

Síðan er margar aldir liðnar en á síðustu áratugum hefur fjöldi fólks flutt hingað til lands sem ekki eru„ekta Íslendingar.“ Þeir eru oft kallaðir „Íslendingar af erlendum uppruna“og eru hluti þjóðarinnar. Ég tel að flestir Íslendingar séu sáttir við þá þróun að hingað flytjist fólk frá öðrum löndum. Fjölbreytileikinn er eftirsóknarverður.

En hvernig munum við bregðast við ef, og aðeins ef, einhver„ekta Íslendingur“ hefur upp raust sína og segir:„Við skulum gefa hinum nýju innflytjendum sem búnir eru að öðlast íslenskan ríkisborgararétt annan titil þar sem þeir eru ekki„ekta Íslendingar“. Framlag þeirra til landsins er ekki sambærilegt við framlag forfeðra okkar og því ættum við að aðgreina þá frá okkur„ekta Íslendingum“.
Þeir ættu því að nefnast t.d„sambúar Íslendinga” en ekki fá að nota heitið “Íslendingur”! Innflytjendur með ríkisborgararétta mega njóta sömu réttinda og við„Íslendingar“ en tilfinningalega kemur það við snöggan blett á okkur„ekta Íslendingum“ ef innflytjendur mega kalla sig„Íslendinga“ og raunar má segja að það væri verið að fremja mannréttindabrot á okkur.“

Hvað finnst ykkur um rök af þessu tagi? Þeir sem bera mikla virðingu fyrir þjóðerniskennd sinni geta verið sammála þessum rökum, jafnvel að nokkru leyti. Þessi viðbrögð eru fremur af tilfinningalegum toga en að efnisleg rök liggi að baki. Þeir sem leggja þunga áherslu á jafnrétti og mannréttindi munu hins vegar segja„Nei, þótt þetta gæti farið fyrir brjóstið á einhverjum hópi fólks, megum við ekki aðgreina innflytjendur á þennan hátt, því slíkt er í rauninni rangt. Hér er um mannréttindi að ræða og þróun þeirra, fremur en tilfinningar einstaklinga“.

,,Ein hjúskaparlög“: Brot á mannréttindum?

Ég tel að hið sama megi segja varðandi umræðuna um„ein hjúskaparlög“, sem sé hvort undir hugtakið “hjón” falli einnig par af sama kyni eða ekki. Sumir segja að það sé mannréttindabrot að kalla par af sama kyni„hjón“ og að það muni eyðileggja það sem það hafi þýtt hingað til. Þeim finnst í lagi að draga línu á milli pars af sama kyni og pars af sitt hvoru kyni. En er það í alvörunni í lagi?

Mannréttindi eru ekki einkamál hvers og eins og við getum ekki varpað ábyrgðinni frá okkur. Þau koma okkur við. Ef hjónaband er aðeins samband milli karls og konu, getur samkynhneigt fólk aldrei gengið í„hjónaband“. Hér eru ekki„svipuð réttindi” og um hjúskaparrétt væri að ræða, heldur er um að ræða réttinn til að stofna til hjúskapar. Er þetta smáatriði fyrir þá sem málið varða? Eða er það að ganga í hjónaband ekki jafnstórt skref og mikilvægt fyrir samkynhneigða og gagnkynhneigða?

Mig langar til að biðja fólk, sem segist vera á móti„einum hjúskaparlögum“ vegna þess að þau vekja með því tilfinningaleg óþægindi, um að hugsa þetta atriði: Hvort vegur þyngra í raunsærri umræðu um„ein hjúskaparlög“ tilfinningar eða umbætur mannréttinda svo að samkynhneigt fólk geti gengið í hjónaband? Í þeim tíðaranda sem ríkir í okkar samfélagi er hugtak um„ein hjúskaparlög“ raunsætt framhald á þróun mannréttinda, og þessi þróun er ekki aðeins fyrir þennan hóp samfélagins heldur fyrir allar manneskjur.

Mannréttindi og réttlæti ganga jafnt yfir alla og þau aðgreina fólk ekki. Það eru tilfinningar okkar mannanna sem oft skekkja dómgreind okkar og útkoman verður oft órökrétt. Skilningur á mannréttindum er ekki óbreytt stærð sem aldrei breytist. Við erum alltaf að takast á við breytingar. Seinna gætum við þurft að takast á við mannréttindamál annarra hópa samfélagsins. Setjum okkur í spor annarra og hugsum líka um tilfinningar þeirra um leið og rétt.

(Prestur innflytjenda; 10. júní 2010 Mbl.)

 

css.php