Ógn og dýrð

Mikið hefur verið rætt um hryðjuverkin sem áttu sér stað í Frakklandi um daginn. Álit sem ég heyrði nokkrum sinnum í umræðunni vakti athygli mitt en það var á þeim nótum að „þetta er barátta milli okkar sem vilja halda í vestræn gildi og þeirra sem meta öðruvísi gildi“. Mér skildist að „vestræn gildi“ ættu hér t.d. við tjáningarfrelsi, lýðræði eða mannréttindi en alþjóðlegt samfélag hér á jörð hefur virkað hingað til þrátt fyrir ýmis vandræði og mér fannst það talsverð gróf fullyrðing að aðgreina „vestrænt gildismat og„hitt“.

Vestur-Evrópu búar eiga svo sannarlega margt sameiginlegt með íbúum utan álfunnar, jafnt það sem er frábrugðið og við þurfum að skoða aðeins ítarlegra og áþreifanlegra ef við viljum bera saman gildismat innan vestræna samfélagsins og utan þess. Gróf aðgreining, eins og skipta þessu tvennu upp í „vestrænt gildismat og annað“, er einskonar dómur í sjálfu sér og hann hindrar okkur að halda frekari umræðu.

Ég ætla ekki að tala um vestrænt gildismat, heldur vil ég tala um viðbrögð okkar þegar við sjáum í fréttum atburði sem okkur finnst erfitt að viðurkenna og sætta okkur við eins og hryðjuverk.

Lesa meira í Trú.is 

css.php