Ársskýrsla

ÁRSSKÝRSLA PRESTS INNFLYTJENDA (júní 2013 – maí 2014)                                                                               

Tilgangur og starfsemi þjónustunnar

Megintilgangur þjónustu prests innflytjenda á Íslandi er eftirfarandi:

  1. Að aðstoða innflytjendur, flóttamenn, hælisleitendur og langtímagesti sem búsettir eru á Íslandi. Í því felst að auðvelda þeim og fjölskyldum þeirra að byrja nýtt líf hérlendis og vernda mannréttindi þeirra.
  2. Að stuðla að gagnkvæmum skilningi á milli ólíkra trúarbragða hér á landi þannig að fyrirbyggja megi óþarfa fordóma sem upp geta komið gagnvart öðrum trúarbrögðum en kristni.

Helstu þættir starfseminnar eru:

  • að tala við fólk sem á í erfiðleikum og að hjálpa því að finna lausn á sínum vanda
  • að veita fólki aðstoð til að það geti iðkað trú sína
  • að skipuleggja námskeið og/eða fræðslufundi um málefni innflytjenda og trúarbrögð þeirra
  • að veita upplýsingar um kristna trú og kirkju
  • að sjá um messur, bænastundir og fleiri kirkjulegar athafnir

Það er mikilvægt að hafa í huga að markmið og tilgangur þjónustu prests innflytjenda er að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi og fræða og upplýsa bæði innflytjendur og Íslendinga í þeim tilgangi að koma í veg fyrir fordóma sem kunna að vera á milli þeirra.

Prestur innflytjenda vinnur starf sitt sem prestur kristinnar kirkju og reynir að vitna um kærleik Jesú Krists.

      1.   Formáli

Prestsþjónusta við innflytjendur hófst í nóvember árið 1996. Skrifstofa prests innflytjenda hefur aðsetur í safnaðarheimili Neskirkju

       2.   Starfsemi á tímabilinu júní 2013 – maí 2014

1) Viðtöl, ráðgjöf og sálgæsla

Tímabil: 1. júní 2013 – 31. maí 2014
Fjöldi fólks: 151 einstaklingur
Fjöldi viðtala: 496
Þjóðerni: 28(*inniheldur ósjálfstæð svæði)

Trúarbrögð: lútersk trú, kaþólsk, rétttrúnaðartrú og önnur mótmælendatrúarbrögð. Íslam, búddhatrú, bahá´iatrú, hindúatrú, utan trúfélaga og ókunnugt.

**Fjöldinn inniheldur ekki fjölda hælisleitenda sem prestur innflytjenda heimsækir reglulega á Flóttamannahælið Fit og í aðrar íbúðir í Reykjanesbæ, Kópavogi ásamt sjálfboðaliðum Rauða Kross Íslands, en fjöldi hælisleitenda þar var að meðaltali á bilinu 30 – 40. Fjöldi hælisleitenda alls voru um 150 -160 á árinu 2013.

Innihald viðtala – aðgreining  (miðað við fjölda einstaklinga)

Fjölskyldumál og almenn lífskjör 38
Atvinnu- og fjármál 18
Mál sem varða lög 13
Húsnæði 12
Veikindi, meiðsli og sorg 11
Mennta- og menningarmál 64
                 (***innifelur mál sem varðar fordóma)
Trúarbrögð 28
Málefni hælisleitenda 32
Samtals 216

Samanburður við tölur undanfarinna fjögurra ára

                                2009         2010       2011     2012       2013

Fjöldi fólks                119            157          137        136       148
Fjöldi viðtala             286            355          368       349        489
Þjóðerni                     24             31            25         24           28

Aðaltilgangur þjónustu prests innflytjenda er sálgæsla og lífsstuðningur þar sem þarf meira en eitt til tvö viðtöl til. Sem dæmi um slík langtímaviðtöl má nefna fjölskyldumál almennt, mál sem fylgja aðlögun, veikindum og hælisleitendamál.

Fjöldi fólks sem leitaði til prestsins á tímabilinu 2013-14 var 148 og eða aðeins fleiri en á tímabilinu 2012-13 (136). Uppruna fólksins sem leitaði til prestins mátti rekja til 28 þjóða sem er næstum því það sama og á fyrra tímabili (24). Fjöldi viðtala 489 og var það meira en á fyrra tímabili (349). Fólk kemur venjulega í viðtöl oftar en einu eða tvisvar sinnum jafnvel mörgum sinnum.

Viðtal fór nokkrum sinnum í gegnum Skype. Fjöldinn á þessu tímabili var fimm sinnum (í fyrra 6 sinnum) og er enn ekki mjög stór. Skype nýtist vel til samskipta við innflytjendur á landbyggðinni og þarf að skoða meiri notkun og auglýsa betur viðtöl í gegnum Skype á komandi starfsári.

Það sem einkennir viðtöl og ráðgjafaþjónustu prest innflytjenda á þessu tímabili er hvað viðtölum við hælisleitendur hefur fjölgað. Nokkrir hælisleitendur bjuggu fyrir í Reykjanesbæ en nú búa fleiri í Reykjavík með nýju samkomulagi, þar sem erfitt var að tryggja þeim húsnæði í Reykjanesbæ. Í byrjun ársins 2014 ákvað Reykjavíkurborg að taka á móti 50 hælisleitendum og nú búa þeir fleiri en það í Reykjavík. Það þýðir að það er auðveldara fyrir prest innflytjenda að hafa samband við þá en áður og fjölgun viðtala er m.a. afleiðing þess.

2)    Samstarf við aðila utan þjóðkirkjunnar

Á því tímabili sem skýrslan nær yfir var ákveðin samvinna á milli prests innflytjenda og stofnana bæði innan Þjóðkirkjunnar og utan hennar.

Prestur innflytjenda er varafulltrúi í MRSÍ fyrir hönd Þjóðkirkjunnar, en samvinna við MRSÍ var ekki mjög virk á þessu tímabili. Samstarf við MRSÍ er mikilvægt á mörgum sviðum. Aukning samvinnuverkefna er eftirsóknarverð, en þarf að leita leiða til þess.

Frá haustinu 2009 hefur prestur setið í stjórn Rannsóknarstofu HÍ í fjölmenningarfræðum. Stjórnarmenn funda einu sinni í hverjum mánuði og skiptast á skoðunum og skipuleggja málþing eða starfsemi sem varðar fjölmenningu.

Prestur innflytjenda er í ,,Teymi um innflytjenda- og fjölmenningarmál”. Þetta er óformlegur vettvangur stofnana, sem tengd eru við málefni innflytjenda og fjölmenningar. Teymið er góður vettvangur til að safna upplýsingum sem varða málefni þess.

Samstarf við Rauða Kross Íslands og Háskóla Íslands var farsælt á skýrslutímabili. Sjá lið 4 hér á eftir um nánara um samstarfið við Rauða Kross Íslands og Hákóla Íslands.

Samstarf við ýmsar stofnanir utan kirkjunnar er ómissandi fyrir prest innflytjenda. Engu að síður virðist samstarfið fara að verða erfiðara en mörg undanfarin ár, þar sem svo virðist sem opinberar stofnanir í samfélaginu fari varlegar í samvinnu við trúfélög um þessar mundir. Það blasir við að fordómar og misskilningur eins og allt sem kirkjan geri sé ,,öfgafullt trúboð“ og kirkjan þurfi að setja skýra stefnu um þjónustu presta á opinberum vettvangi og kynna hana fyrir stofnunum utan kirkjunnar til að losna við ótta og fordóma í garð prestanna.

3)   Samstarf við söfnuð Neskirkju og aðra söfnuði

Prestur innflytjenda tók þátt í safnaðarstarfi Neskirkju, þar sem hann er með aðsetur, og tekur þátt í fermingarfræðslu og sunnudagsmessum.

Prestur innflytjenda hafði óskað eftir messuskyldu svo að hann mætti messa á föstum grundvelli. Árið 2012 var samþykkt að prestur innflytjenda myndi leita að tækifærum til að messa mánaðarlega í prófastsdæmi Reykjavíkur vestra, til að byrja með.

Þessi tilraun er enn ekki komin á fastabraut. Í fyrra messaði prestur innflytjenda þrisvar, í Lauganeskirkju (jan.), Seltjarnarneskirkju (apr.) og Langholtskirkju (apr.). 

Á skýrslutímabili annaðist prestur innflytjenda messu/guðþjónustu fjórum sinnum, í Kópavogskirkju (feb.), tvisvar í Seltjarnarneskirkju (júl.), og í Háteigskirkju (sep.)
Prestur innflytjenda vill styrkja reglulegt samband við söfnuði enn meira og því verður það nauðsynlegt að velta næsta skrefi fyrir sér svo að aðkoma prests innflytjenda að helgihaldi geti orðið bæði presti innflytjenda og söfnuðum til góðs.

Prestur innflytjendur hefur haft það á stefnuskránni eftir sumarið 2009 að prédika a.m.k. einu sinni í hverjum mánuði í mismunandi söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu. Því óskaði hann eftir að heimsækja messur og fá að prédika í þeim að eigin frumkvæði. Með góðfúslegu leyfi presta í söfnuðum, prédikaði prestur innflytjenda fimm sinnum í söfnuðum á höfuðborgarsvæðinu á árinu. Þetta var, fyrir utan ofangreint, í Breiðholtskirkju (feb.), í Seljakirkju og í Hafnarfarðarkirkju (maí).

Prestur innflytjenda vill þakka viðkomandi söfnuðum fyrir tækifærið til að messa eða prédika og hlýjar móttökur.

Nánara um kirkjulega þjónustu er:
Prédikun : 7 sinnum (safnaðir eru ofangreindir)
Þjónusta í altarisgöngu: 8 sinnum
Messa og guðþjónusta: 4 sinnum
Brúðkaup: Þrisvar sinnum

Prestur innflytjenda tók þátt í samkomu Nedó (unglingastarfsemi Neskirkju) tvisvar. Annað skipti var til þess að kynna málefni hælisleitenda fyrir unglingum í Nedó, og hitt skipti var til þess að vera með ungan hælisleitanda sem Nedó bauð í samkomu.

4)   Heimsóknir til hælisleitenda í samstarfi við RKÍ

Hælisleitendum á Íslandi fjölgaði mikið nýlega og um 150 – 160 menn voru á listanum á árinu 2013. Þeir gista í sérstöku hóteli í Njarðvík, gistiheimilinu Fit, og einnig félagslegum íbúðum í Reykjanesbæ og í Reykjavík.

Prestur innflytjenda tók þátt í verkefni sem hófst árið 2005, þar sem nokkrir einstaklingar tóku sig saman og mynduðu litla hreyfingu, sem hafði það að markmiði að heimsækja hælisleitendur. Tilgangurinn er að rjúfa einangrun hælisleitenda með mannlegum samskiptum og veita þeim stuðning í erfiðum aðstæðum á meðan þeir biðu eftir úrskurði opinberra stofnana um sín mál.

Sumarið 2006 var þetta tilraunaverkefni þróað frekar og samkomulag gert við RKÍ um að móta heimsóknarvinahóp undir merkjum RKÍ (formlegur samstarfssamningur er ekki til milli RKÍ og prests innflytjenda). Starfsemi hófst á ný í nóvember 2006.

Heimsóknirnar eiga að vera reglulegar, einu sinni í viku. Prestur innflytjenda fór í heimsókn 10 sinnum (níu sinnum í Fit í Reykjanesbæ og eitt sinn í bústað í Kópavogi) á þessum vettvangi. Ein heimsókn í Fit var til að leiða fulltrúa UNHCR í Stockhólmi sem fulltrúi sjálfboðsliða hjá Rauða Krossinum.

Í heimsóknum sem eru í samstarfi við RKÍ talar prestur innflytjenda ekki um trúmál, samkvæmt stefnu RKÍ. En með því að kynnast hælisleitendum á þennan hátt, gerist það oft að þeir óska eftir frekari viðtölum og samtali. Þá fer prestur innflytjenda í heimsókn á ný eða býður viðkomandi á fund á annan stað. Sum þeirra eru kristin og óska eftir bænargerð og hugvekju.

Annað verkefni hjá presti innflytjenda um málefni hælisleitenda er að kynna málaflokkinn fyrir samfélaginu. Málefnið er oft til umfjöllunar þessi misserin og stundum valda fréttir misskilningi hjá fólki og fordómum í garð hælisleitenda.
Til þess að berjast við slíkan misskilning og fordóma, reynir prestur innflytjenda að skapa tækifæri til að kynna einstaklinga sem eru hælisleitendur fyrir fólki í söfnuðum á beinan hátt eða skrifa greinar í dagblöð.

Í þessu samhengi var gleðilegt að Nedó í Neskirkju hafði áhuga á málefninu og bauð ungum hælisleitanda til samkomu sinnar eins og greint er frá í lið 3 hér að ofan.

Einnig var það fagnaðarefni að málstofan ,,Hælisleitendur segja frá“ skyldi vera haldin 20. mars í Háskóla íslands. Málstofan var skipulögð af starfshóp stúdenta í samstarfi við námsbraut í Mannfræði við Háskóla Íslands, Rauða krossinn á Íslandi og MARK (Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna). Prestur innflytjenda tók þátt í atburðununum frá alveg upphafi sem ráðgjafi.
Málstofan vakti athygli meðal fólks og hundrað manns mættu í fundarsalinn.

5)   Samráðsvettvangur trúfélaga á Íslandi

Að byggja brú á milli Þjóðkirkjunnar og annara trúfélaga sem eru nágrannar í samfélaginu er mikilvægt hlutverk og eitt af markmiðum prests innflytjenda.

Samráðsvettvangur trúfélaga var stofnaður í nóvember 2006 og eru núna í honum 16 trúfélög. Félögin eru: Þjóðkirkjan, Rómversk-kaþólska kirkjan, Fríkirkjan í Reykjavík, Krossinn, Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi, Búddistafélag Íslands, Fríkirkjan, Vegurinn, Bahá’í -samfélagið, Félag múslima á Íslandi, Ásatrúarfélagið, FFWPU – Heimsfriðarsamband fjölskyldna og sameiningar, Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík, Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, Soka Gakkai á Íslandi (Búddistafélag), Óháði söfnuðurinn í Reykjavík, Menningarsetur Múslíma og Guð- og trúarbragðafræðslu stofnun HÍ.

Reglulegir fundir voru haldnir, yfirleitt mánaðarlega. Samráðsvettvangurinn hélt málþingið ,,Trú, skoðunarfrelsi og mannréttindi“ 27. febrúar í safnaðarheimili Háteigskirkju. Prestur innflytjenda var aðalskipuleggjandi og beittti sér að því að framkvæma málþingið.
Fyrirlestrar voru: Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður, Jón Ólafsson heimspekingur og prófessor við Háskólann á Bifröst og Arnfríður Guðmundsdóttir guðfræðingur og prófessor við Guðfræði-og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.
Málþingið var velheppnað og voru þátttakendur 60 talsins.

Að mati prests innflytjenda, er stofnunarferli aðildartrúfélaga komin vel af stað og samráðsvettvangurinn verður að stíga næstu skref á næstunni svo að starfsemi vettvangsins verði raunverulegt tækifæri til að skapa samráð meðal trúfélaga á Íslandi.

Prestur innflytjenda tekur þátt í starfsemi vettvangsins sem fulltrúi Þjóðkirkjunnar ásamt Bjarna Randveri Sigurðarsyni, guðfræðingi og stundakennara við HÍ, og Sveinbjörgu Pálsdóttur, guðfræðingi og skrifstofu- og mannauðastjóra biskupsstofu.

6)   Fræðslustarf og forvarnarstarfsemi

A) Samstarf við Móðumálskennsluhóp Japana og ,,Móðurmál“ samtök foreldra tvítyngdra barna. Samtök ,,Móðurmál“ hlaut Samfélagsverðlaun 2014 Fréttablaðsins.
B)Fyrirlestrar og fræðslustundir, samtals 11 sinnum.
Fræðslan var haldin m.a. hjá HÍ (fjórum sinnum), fyrirlestur í Fjölbrautaskólanum Ármúla, innlegg á aðalfundi Ísbrú samtaka kennara móðurmáls, innlegg í móttöku fulltrúa UNHCR frá Stockhólmi, fermingarfræðslu Dómkirkju, fermingarfræðslu Neskirkju, innlegg í samkomu Nedó, innlegg í móttöku stúdentahóps frá Wartburg Seminarry í Bandaríkjunum.
C) Greinargerðir í blöð og vefblöð (fyrir utan Trú.is) samtals 17.
D) Pistlar og prédikanir á Trú.is, samtals 14.
E) Viðtöl við blöð, sjónvarpsstöðvar, útvarpsstöðvar o.fl. samtals 5 skipti.

         3.   Lokaorð

Að lokum er best að endurtaka þau,,lokaorð“ sem sögð voru í síðustu ársskýrslu, þar sem útskýra vel grunstefnu í þjónustu prests innflytjenda og ástæðu hennar.

,,Þjóðkirkjan þjónar öllum í þjóðfélaginu“. Þjónusta prests innflytjenda byggir á þessum anda að Þjóðkirkjan þjóni öllum í þjóðfélaginu. Og sú þjónusta hefur áunnið mikið fyrir innflytjendur á Íslandi. Árangurinn er tileinkaður ákvörðun og frumkvæði kirkjunnar. Þjóðkirkjan var fyrsta stofnunin á ríkisstigi sem ákvað að leggja sitt að mörkum í málefnum innflytjenda með velferð þeirra að sjónarmiði en ekki eftirlitssjónarmið.

Prestur innflytjenda hefur tvöföldu hlutverki að gegna. Hann þjónar innflytjendum á vegum kirkjunnar en færir jafnframt raddir innflytjenda til samfélagsins og reynir þannig hann að skapa gagnkvæm samskipti í þjóðfélaginu. Raunar hefur Þjóðkirkjan verið leiðandi í samfélagslegri umræðu um innflytjendamál á Íslandi síðust liðin tuttugu ár og íslenskt þjóðfélag mun viðurkenna það.

Þjónusta við innflytjendur felur eðlilega í sér viðhorf til fjölmenningar og trúarlegrar fjölhyggju. Starfshættir prests innflytjenda byggist því á “ólínulegri boðun fagnaðarerindis” fremur en hefðbundnu trúboði. ,,Ólínuleg boðun fagnaðarerindsins“ er í stuttu máli sagt að sýna innflytjendum af ólíkum trúarlegum upprunum fram á að kirkjan hugsar til þeirra og kirkjan stendur með þeim hvenær sem þá vantar lífsstuðning.

Samt er þetta þjónusta og prestur þarf að skjótast inn í krossgötur manneskju eins og þegar dauða ber að garði, veikindi og hjónaskilnað. Þetta atriði birtist skýrt þegar um hælisleitendur að ræða.
Mál um hælisleitendur þykja á gráu svæði þar sem hælisleitendur þurfa að sanna sjálfir sögu sína en auðvitað er það án undantekninga erfitt í raun. Þess vegna standa hælisleitendur stöðugt á milli fordóma frá ákveðnu fólki og stuðnings frá öðrum.
Í slíkum aðstæðum er afstaða prests innflytjenda sú að trúa sögu þeirra eins og þeir segja frá nema sérstakt andsvar sé fyrir hendi. Prestur innflytjenda telur að málefni hælisleitenda sé raunverulegt dæmi sem kirkjan og fólk hennar verður að vinna með trú sína til þess að fylgjast með orði og verki Drottins Jesú.

Drottinn blessi starfið og varðveiti aðila þess.

5. júní 2014 Reykjavík,

Toshiki Toma, prestur innflytjenda

css.php