Þegar fullorðin manneskja er skírð

Skírn er gleðilegur atburður. Hún er atburður sem fagnar nýju lífi og hátíð fjölskyldu og ættingja. Í íslenskri hefð er skírn nátengd nýfæddum börnum. Því er það mjög eðlilegt að í skírninni sé meiri áhersla lögð á nýtt líf en „dauða gamals manns sem lifað hefur í synd.“ Raunar grunar mig að fátt fólk hugsi um dauða gamals manns í syndinni í skírnarathöfnum. Skírn er gleðileg athöfn sem fagnar nýju lífi.

En staðan er talsvert öðruvísi í japanskri kirkju og söfnuðum. Ég hef talað oft um japanska kirkju hér í Seltjarnarneskirkju, og ég ætla að gera það aftur í dag.

Ég segi það í hvert skipti, en þetta er ekki til þess að skera úr um hvor kirkjan sé betri, heldur til þess að fá nýtt sjónarhorn. Með því að skoða japanska kirkju, sem býr við gjörólíkar aðstæður miðað við hina íslensku þjóðkirkju getum við lært ýmislegt, og öfugt.

Lesa meira í Trú.is

css.php