Úr dagbók prests innflytjenda – jól

20. desember laugardagur

Ég er prestur í sérþjónustu við innflytjendur. Hjá þjóðkirkjunni okkar þjóna nokkrir slíkir „sérþjónustuprestar“. Vinnuumhverfi sérþjónustupresta er mismunandi. En yfirleitt höfum við ekki jöfn mörg tækifæri til að annast helgihald eins og messu eða guðþjónustu og venjulegir prestar. Í mínu tilfelli hef ég ekki svokallaðan„söfnuð“ og því er áherslan lögð á viðtöl, sálgæslu eða önnur bein samskipti við einstaklinga.

Ég er mjög sáttur við starf mitt og raunar finnst mér mjög gaman að sinna skyldum mínum. Engu að siður verð ég að játa að ég öfunda kollega mína pínulítið þegar ég sé þá sjá um aðventusamkomu eða jólamessu á þessu tímabili ársins. Þriðja sunnudag í aðventu heyrði ég að Lindakirkja hefði tekið á móti 900 gestum! Vá! Og hér og þar sjást velsóttar aðventu- og jólasamkomur.

En ég hef ekkert erindi við slík tilefni. Í þessum aðstæðum líður mér dálítið eins og utangarðsmanni, eins og ég sé geymdur utan jólastemmningarinnar.

Nei, nei. Ekki láta svona! Prestsþjónusta er ekki eins. Náð Guðs er heldur ekki eins og hún birtist á margvísan hátt. Ég á að fara í heimsókn til fólksins sem ég þjóna.

Í dag heimsótti ég tvo menn. Þeir eru báðir umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, sem sagt flóttamenn. Núna voru þeir að taka á móti jólunum í þriðja skipti hérlendis. Mál þeirra beggja tók langan tíma. En þeir hafa nýlega fengið tilkynningu þess efnis að úrskurður um mál þeirra myndi berast í byrjun nýja ársins.

Eftir við höfðum rætt saman um nokkur hagnýt mál sagði ég við þá: „Það hlýtur þá að vera erfitt að finna frið í brjóstum ykkar, rétt áður en þið fáið úrskurð eftir áramót, þó að jólin séu að koma.“

,,Já“ sagði annar þeirra við mig: „Ég ætla ekki að þykjast að ég sé að njóta jólanna. Það er þungt í brjósti mínu. Ég sé ekkert vonarljós á himni. Sjáðu, hér í íbúðinni okkar ekkert jólatré. Við nennum ekki að fá það“.

,,Þarna“ sagði hinn maðurinn og benti út um glugga: „Bærinn er skreyttur með gleðilegum skreytingum. Jólin eru gleðileg. Fjölskyldumeðlimir mætast og allir borða saman. En það er ekki handa mér. Ég á enga fjölskyldu hér og enginn hugsar til okkar. En þú veist það, faðir, ég er líka manneskja samt“.

Ég skildi það vel. Jólin eru gleðilegt tilefni. Tilefni fyrir fjölskyldu að eiga stund saman, foreldra og börn, hlátur, gjafir, skemmtun, hlýju, ást og kærleika. Þeir tveir eiga ekkert erindi við slíkt tilefni, því miður. Þeir eru utangarðsmenn og eru ekki með í jólagleðinni… aðeins ef jólin væru gleðilegt tilefni eingöngu í mannlegri merkingu.

… en eru jólin slík í raun?

,,Þessu veldur hjartans miskunn Guðs vors. Hún lætur upp renna sól af hæðum að vitja vor og lýsa þeim sem sitja í myrkri og skugga dauðans og beina fótum vorum á friðar veg“. (Lk. 1:78-79)

Nei, nei. Það er ekki rétt hjá ykkur. Guð Faðir sent Jesú á jörð svo að ljós hans nái til fólks í myrkri og skugga. Jesús Kiristur fæðist fyrir ykkur, hann kemur til þín og til þín. Þið eruð ekki utangarðsmenn, þvert á móti eruð þið í miðju jólagleðinnar!

Heilsan góðkunna „Gleðileg jól!“ er ekki staðfesting um skemmtileg og hamingjusöm jól, heldur er innihald hennar: „Megi gleðileg jól komi til þín. Verði líf þitt lýst með ljósi jólanna. Við vitum að þú situr í myrkri og við óskum að þú verðir færð/ur út úr þaðan. Og við trúum að Guð geri það fyrir þig“.

Þeir voru báðir kristnir, því leiddi ég bænina og bað Guði þetta fyrir þeim.

Og ég kvaddi þá síðan.

Á leiðinni heim, var ég viss að ljós jólanna myndi skína á þeim báðum og þeim myndi hætta að líða eins og utangarðsmönnum. Og ég tók eftir því að mér hafði hætt að líða eins og utangarðsmanni.

Gleðileg jól. Þú ert í miðju jólagleðinnar.

(Prestur innflytjenda, 22. desember 2014 Trú.is)

css.php