,,Hví ofsækir þú mig?“

Duldir fordómar

Komið þið sæl og blessuð. Toshiki Toma heiti ég og mig langar að þakka fólki í undirbúningshópi málþingsins innilega fyrir þetta tækifæri í dag. Ég hef starfað sem prestur innflytjenda síðustu tuttugu ár og í starfi mínu hef ég oft þurft að fjalla um fordóma sem innflytjendur hafa mætt hérlendis. Fólk sem þekkir vel málefni innflytjenda á Íslandi bendir allt á að á Íslandi ríkja duldir fordómar þegar kemur að innflytjendum.

Ofbeldisfullt árás á útlending er t.d. flokkað í sýnilega fordóma, en duldir fordómar eru yfirleitt ósýnilegir. Dæmi slíka fordóma eru þegar afgreiðslumaður í búð hunsar viðskiptavin af erlendum uppruna og sýnir ekki vilja til að afgreiða hann en tekur á móti öðrum viðskiptavini á undan. Duldir fordómar snúast um framkomu þar sem viðhorfið er niðrandi án þess að orðalag eða framkoma sé fordómafull.

Duldir fordómar geta einnig orðið hluti af samfálagskerfinu. Fyrir tíu árum samþykkti Alþingi frumvarp sem kvaddi á um að: Maki Íslendinga, sambúðarmaki eða samvistarmaki sem er yngri en 24 ára, getur ekki fengið dvalarleyfi á þeirri forsendu að vera nánasti aðstandandi Íslendinga.

Tilgangurinn var að hefta fjölda útlenskra maka Íslendinga á landinu. Nokkrir hagsmunaaðilar innflytjenda tóku eftir fordómum og mismunun sem fólust í frumvarpinu og bentu á þau, og þau urðu ekki lengur ,,ósýnileg“ en þetta var dæmi hvernig fordómar gætu orðið að hluta samfélagskerfisins.

Þannig birtast duldir fordómar í framkomu einstaklings og einnig komast þeir inn í opinbera samfélagskerfið. Og að mínu mati mæta umsækjendur um alþjóðlega vernd, eða fólk á flótta, þessum dulda fordómum daglega. Þetta mun koma í ljós þegar við skoðum hversdagslíf þeirra.

Skráningarskírteini

Umsækjendur um alþjóðlega vernd eru ekki einsleitur hópur og við þurfum alltaf að hafa það í huga, en samt eiga þeir eitt sameiginlegt; það er að sækja um vernd hérlendis. Þá eiga umsækjendurnir að fá skráningarskírteini.

Skráningarskírteinið er einu gögn sem umsækjendurnir geta notað til að auðkenna sig, þar sem þeir verða að afhenda yfirvöldum öll skjöl sem þeir hafa með sér. Líklega hugsum við ekki um það venjulega, en skírteinisleysi er mjög hættlegt.

Fyrir nokkrum árum lendi maður sem var að sækja um alþjóðlega vernd í bílslysi og það þurfti að flytja hann á spítala, en gangandi fólk í staðnum gat ekki fundið hver viðkomandi maður var og mjög hikandi að kalla á sjúkrabíl. Sem betur fer var þetta ekki alvarlegt tilfelli eða lífshættulegt, en kerfið þarf að læra af reynslu sinni.

Reglugerð útlendingalaganna kveður á: að ,,Umsækjandi um hæli (….) skulu eins fljótt … fá í hendur skráningarskírteini hælisumsækjanda…“ í 92. grein. Engu að síður er staðreynd sú að sumir hafa skírteini og aðrir ekki. Næstum enginn í Fit er með skráningarskírteini.

Ég spurði nokkra sem voru með skírteini hvenig þeir hefðu fengið það. Þá sögðu þeir við mig: ,,Ég kvartaði yfir skírteinisleysi í félagsþjónustunni. Þá hafði starfsmaður samband við Útlendingarstofnun, og síðan var mér sagt að fara í Útlendingarstofnun til að taka mynd af mér. Ég fór og eftir nokkra daga kom skírteinið til mín“.

Sem sé, það er ekki upplýst almennilega hvernig umsækjendur um alþjóðlega vernd geta fengið skráningarskírteini. Reglugerðin er til. En það sem hún kveður á er ekki framkvæmt á réttan hátt, þrátt fyrir ítrekaða athugasemd frá okkur áhugafólki um málefnið undanfarin ár. En af hverju? Þetta er dæmi um ,,óvirkt viðhorf“ þjónustuveitanda.

Atvinnuleit

Eins og þið þekkið, mega nokkrir umsækjendur um alþjóðlega vernd ráða sig í vinnu. Mér finnst þeir sem mega starfa heppnir miðað við þá sem mega ekki vinna.

En hér langar mig að gera smáathugasemd. Þurfum við ekki að spyrja okkur hvort reglan, sem snýst um það hver má vinna hér og hver ekki, sé sanngjörn eða ósanngjörn? Þeir sem eru tengdir Dyflinnarreglunni mega ekki vinna. En samt hafa nokkrir af þeim verið hér lengur en eitt ár eða jafnvel tvö ár. Þarf reglan ekki að vera sveigjanlegri?

En hvað sem öðru líður þá kemur vinna ekki sjálfkrafa til fólks á flótta. Umsækjendur, sem mega fá sér vinnu, verða að fara sjálfir í atvinnuleit.
En eftir því sem ég þekki, gengur atvinnuleit umsækjendanna mjög illa.

Fyrst og fremst mega þeir ekki nota þjónustu Vinnumálastofnunar, af því að þeir eru ekki í kerfinu. Þeir kunna ekki íslenskt tungumál og einnig eiga þeir yfirleitt ekki marga íslenski vini sem geta veitt þeim aðstoð. Þó að maður sendi umsókn um vinnu til allra vinnuveitenda sem auglýsa fyrir lausa stöðu, er sárasjaldan sem koma svör frá þeim.

Sumir vinnuveitendur þekkja ekki hvernig þeir geta ráðið útlending sem hefur ekki kennitölu og það getur einnig verið góð afsökun fyrir þá til að ráða ekki fólk á flótta.
Þó að einhver sé heppinn nógu að finna vinnu fyrir sig, kemur atvinnuleyfi ekki endilega tímanlega.

Eitt dæmi sem ég hef vitnað í var þetta: Umsækjandi um alþjóðlega vernd fékk ráðningarsamning. Hann var heppinn, en lögmaður hans kynnti hann fyrir atvinnurekanda sem leitaði að starfsmanni. Umsókn um atvinnuleyfi var sent til yfirvaldanna. En eftir hálft ár hafði verið liðið, var atvinnuleyfi enn ekki komið. Atvinnurekandinn gat ekki beiðið lengur en þetta og ráðningarsamningnum var slítið.

Spurningar mínar eru þessar: Af hverju geta umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem mega fá sér vinnu, ekki notað þjónustu Vinnumálastofnunar? Ég held að það sé nægileg ástæða þess að þeir fá sérstakt leyfi um aðgang að þjónustu Vinnumálastofnunar.

Af hverju býr Útlendingastofnun eða annar ábyrgðaraðili á málinu ekki til upplýsingarhefti sem útskýrir aðstæður fólks sem sækir um alþjóðlega vernd og hvernig vinnuveitandi getur ráðið því, svo að fólkið getur tekið það með sér í atvinnuleit og látið vinnuveitanda hafa?

Af hverju tekur það svona langan tíma að útvega atvinnuleyfi, þó að það sé einnig mál sem varðar alla innflytjendur utan ESB?
Er það ósanngjarnt í garð annarra innflytjenda utan ESB að veita fólki á flótta sem er hlutfallslega fátt undantekningu frá skyldu um atvinnuleyfi?

Menntun og sjálfboðastarf

Hvað um fólk sem má ekki vinna á meðan það er að bíða eftir úrskurði yfirvalda um mál sitt? Þó að það geti ekki unnið, nýtist tíminn samt í menntun, sjálfboðastarfsemi eða tómstundagaman fyrir sig.

En hingað til er eina tækifæri fyrir fólk á flótta til að mennta sig, íslenskunámskeið, og auk þess, enskunámskeið í Reykjavík. Mér skilst að íslenskunámskeiðið í Reykjavík sé frá kl. 9 til 12 á fjóra daga í viku og stendur í þrjá vikur og mér finnst þetta vera ekki slæmt, ef nýtt námskeið kemur tímanlega eftir lok eins námskeiðs.

En í Reykjanesbæ er námskeiðið aðeins fjórar klukkustundir í viku og stendur í tíu vikur. Og það virðist langt á milli námskeiða þar. Ég ætla ekki að segja að Reykjanesbær vanræki ábyrgð sína, af því að við fréttum um gríðarleg fjárhagsvanda Reykjanesbæjar og sennilega vantar hann peninga til að auka tækifæri menntunar fyrir flóttafólkið. En samt er meginatriðið hér að það er ekki nægileg starfsemi hjá umsækjendum um alþjóðlega vernd.

(*Leiðrétting: Ég fékk ábendingu eftir málflutninginn, en námskeiðið í Reykjavík er tvær klukkustundir á dag, annað hvort f.h. eða e.h. og stendur í fjóra vikur, en það er bara fjórar vikur á hverju hálfu ári. Því er staðan næstum sama og í Reykjanesbæ).

Þá komum við að sjálfboðastarfi. Margir umsækjendanna óska þess að taka þátt í sjálfboðastarfsemi. En í rauninni er afar lítill möguleiki til heldur á sjálfboðavinnu. Mér sýnist að það sé bersýnilegt að við þurfum að skapa fleira tækifæri fyrir sjálfboðastarf fyrir fólk á flótta.

Að því leyti hvílir ábyrgðin ekki aðeins á yfirvöldunum heldur einnig á öðrum stofnanum sem eiga erindi við málefnið eins og Rauði Krossinn eða jafnvel Þjóðkirkjan að mínu mati. En það þýðir ekki að yfirvöldin beri hér enga ábyrgð.

Persónulega finnst mér eins og yfirvöldin telji sig ekki bera neina ábyrgð á líðan og vanlíðan umsækjenda um alþjóðlega vernd, en er slíkt rétt viðhorf? Iðjuleysið sem umsækjendur eru dæmdir til gegn vilja sínum skapar geðræn vandamál eins og kvíði og þunglyndi.

,,Eat, sleep, eat, sleep… I’m getting depressed“. Það er andleg pynting að láta mann skynja eins og að maður væri óþarfur. Allir hafa rétt á að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Það eru grunnréttindi.

Lokaorð

Þegar er skoðað hverdagslíf umsækjenda um alþjóðlega vernd, munum við verða að viðurkenna það að allt of mörg atriði séu skilin eftir hálfgerð, þó að það sé hægt að sinna þeim betur og bæta þau.

Ég þekki ekki mikið til um verkaskiptingu sveitarfélaga, einstaka ráðuneyta og stofnana en mér finnst ofboðslega skrítið þegar velferðarráðuneytið segir ekki orð um málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd. Það talar þó hátt um flóttafólk sem ríkið býður nýtt líf á Íslandi. Skortur á virkum vilja hjá yfirvöldunum og aðgerðarleysi eru nú komin á stig duldra fordóma.

Og þegar ég tek svo til orða þá er ég líka að tala um þá staðreynd að yfirvöld refsa fólki á flótta, fólki sem neyddist til að nota falskt vegabréf, þvert ofan í 31. grein laga flóttamannasamningsins. Íslensk yfirvöld skilja einnig að hjón með því að vísa maka sem er umsækjandi um alþjóðalega vernd úr landi.

Ég verð að segja að hvort tveggja er jafnvel meira en duldir fordómar, það eru duldar ofsóknir. Ef til vill hefur sérhver starfsmaður hjá yfirvöldnum ekki slíkt í huga, en vinnubrögðin sem heild í málefninu eru dulin ofsókn gegn umsækjendum um alþjóðlega vernd.

Þá langar mig að spyrja yfirvöldin: Af hverju ofsækið þið fólk á flótta? Af hverju hafið þið andúð á því?
Nú er tími til að við fáum svar.

Kærar þakkir til ykkar í málþinginu

(Prestur innflytjenda, Þessi ræða var flutt í ræðuefnishluta um ,,hversdagslíf” málþings um málefni flóttamanna ,,Farðu burt!!“. Málþing var haldið á vegum MFÍK í Iðnó þann 23. nóvember 2014)

css.php