Að lifa á íslensku – persónuleg upplifun –

Ég heimsótti heimaborg mína, Tókyó, í sumarfrí með dóttur minni. Við vorum þarna í tæpar þrjár vikur. Í hvert skipti sem ég er kominn til Japans, tek ég eftir því að hvernig auðvelt að “vera” í umhverfi þar sem ég þarf ekki að hugsa um tungumál. Ég hugsa ekki um málfræði á Japönsku og ég þarf ekki að pæla setningu eins og : “hvernig á ég að segja þetta…??”. Ég þarf ekki að einbeita mér til að skilja hvað segir maður í sjónvarpsþætti. Allt kemur í heilann minn sjálfkrafa. Ég þarf ekki að hika við út af tungumálinu þegar ég panta mat, kaupa vörur eða spyrja spurningar. Stelpan mín talar góða japönsku, svo þurfti ég ekki raunar að nota íslenskuna á meðan ég var í Japan.

Um daginn var málþing haldið í Alþjóðahúsi. Mál sem vörðuðu íslenskunám fyrir innflytjendur á Íslandi voru fjölluð um þar. Það var mjög vel sótt í málþinginu og margir tjáðu sig í umræðum. Eins og í flestum tilfellum var tíminn liðinn allt á meðan ég var að hugsa “hvernig get ég sagt þetta á íslensku..??” og ég gat talað bara lítið L

Umræða í málþinginu var góð, en eðlilegt var þar talað yfirleitt um “hvernig á íslenskunám að vera” frá sjónarmið Íslendinga. Það er mikilvægt mál að sjálfsögðu, en mér finnst jafnframt þýðingarmikið og hjálpsamlegt að eyða smá tíma til að dýpka skilning sinn á því hvernig lifir innflytjandi á íslenskt tungumál hérlendis.

Ég er búinn að vera á Íslandi nú þegar lengri en 15 ár. Þar sem ég ætti tvö smá börn í heimili í upphafsár á Íslandi, fannst mér erfitt að fara í námskeið um íslensku. Svo lærði ég aðallega sjálfur heima. Ég hafði lært þýsku áður og það hjálpaði mér að skilja íslenska málfræði á nokkurn veginn. Ég átti sterka ósk um að komast í prestsvinnu sem fyrst, svo ákvað ég að læra íslesnku sem var tengd við kirkjumál fyrst og fremst.

Enginn mæti trúa því, en ég las íslenskuna mjög mikið í fyrstu ár. Aðferð mín á íslesnkunámi, sem einbeitti sér á starfstengdu máli var góð. En satt að segja var aðferðin með galla líka. T.d. get ég lesið núna lagafrumvarp nokkurs án rosalegs erfiðaleika. Aftur á móti þekki ég ekki heiti fiska, grænmeti eða fugla. Ég get samið predikun en ég þori ekki að panta pizzu í síma (sem sýnist mér mjög flókið mál!!).

Einnig get ég skrifað á íslensku frekar vel. Mig langar til að koma fram samt að í hvert skipti þegar ég skrifa í blað, þá veita vinir mínir mér aðstoð í yfirlestri og leiðréttingu á íslesnku. Ég er mjög þakklátur fyrir aðstoð þeirra og hlýja vináttu, sem er alls ekki sjálfsagt mál. En stundum skrifa ég sjálfur, t.d. í bloggi mínu, og enginn les yfir texta. Þetta er alltaf dálítið ævintýri fyrir mig. Þessi pitill, sem þú ert að lesa núna, er á íslenska sem ég get skrifað án aðstoðar annars manns.

Í samanburði við ritmál, er ég algjört lélegur í að tala á íslensku og skilja með eyrum. Mér finnst ekki mjög erfitt að skilja fyrirlestur um mannréttindi (því að ég veit um hvað ræðan er), en afar erfitt að fylgjast með kaffispjall (því að ég get ekki giskað á hvað fólk byrjar að tala næst !!).

Sem sagt, geta (ability) mín á íslensku er ekki jöfn í öllum greinum heldur mjög misjöfn, og einnig skiptir það máli hvort ritað mál er að ræða eða talað mál.

Með öðrum orðum bý ég á Íslandi eins og svona: ég skil EKKI ALLT sem gerist kringum í mig á hverjum degi. Jafnvel þegar ég er að tala við einhvern á götunni, skil ég kannski 80 % af því sem er talað. Með tímanum var ég búinn að tileinka mér tækni til að aðgreina eitthvað mikilvægt í tali frá því sem er ekki. (Hve frábæran hæfileika manni er gefinn!! J ) Því spyr ég ekki alltaf “ha??” þó að ég skilji ekki alveg, ef ég skynja það atriði er ómerkilegt.

Þegar ég vil segja eitthvað flókið, þá þarf ég að undirbúa íslenskan texta í huga mínum og það tekur nokkrar sekúndur. Stundum tapa ég tækifæri til að koma fram skoðun mína á meðan ég er að búa til setningu L. Sérstaklega í umræðum eru Íslendingar yfirleitt svo duglegir í að grípa í og ég verð eðlilega eins og áhorfandi hnefaleiks.

Þó að ég vilji segja eitthvað fyndið stundum, oftast gefst ég upp á leiðinni af því að ég get séð fyrirfram að fólk mun skilja ekki hvað ég á við. Þannig held ég, að ég hljóti að líta út fyrir að vera eins konar þegjandi, óskiljanlegur maður fyrir augum fólks kringum í mig, æ, æ.

Til þess að breyta þessum kringumstæðum, verð ég að læra íslensku meira og betur. Það er engin spurning. En samtímis veit ég það að íslenskan mín verður ekki svo góð og ég geti losað við alla vandræði úti af tungumálinu. Ég verð 50 ára eftir eitt og hálft ár (o! Guð!!) og ég get ekki geymt of stóra von á framtíð íslesnkunnar minnar. Ég held að ég þurfi að halda áfram eins og núna meira eða minna í framtíðinni líka.

Ég vil ekki móðga fólk með líkamilega fötlun (ég er með þvagsýrugigt og verð stundum lamaður), en líf mitt á Íslandi er líkt því að vera með fötlun á nokkurn veginn, í því merkingu að geta ekki gert eitthvað eins og “venjulegt” fólk (meirihlutahópur) gerir. Ég verð að viðurkenna þessa staðreynd og búa með hana.

Ekki misskilið mig. Ég er ekki að búast við því að fólk vorkenni mér eða öðrum útlendingum. Við lífum á íslensku ef við viljum gera líf okkar þægilegt og skapandi á Íslandi. Það er eðlilegt og nauðsynlegt. Í því er það ég eða aðrir útlendingar sem þarf að leggja til fyrirhöfn sína og aðlagast.

En hins vegar finnst mér það vera engin truflun eða vesen fyrir Íslendinga að hlusta á okkur útlendinga sem lífum á íslesnku, eða a.m.k. reynum að lifa á íslesnku, um að í hvers konar umhverfi erum við að lifa lífi okkar. Mér sýnist það auðveldast leið til að ná til gagnkvæms og djúps skilnings meðal manna.

Eða er þetta bara bull hjá mér??

(Prestur innflytjenda, 5. september 2007 Tímarít Alþjóðahúss)

css.php