Án landamæra -1-

Þegar ég var smábarn og jafnvel á unglingsaldri, voru landamæri alltaf dregin á heimskorti, nákvæmlega á hverju og einasta heimiskorti. Við vorum svo vön því að horfa á kort með landamærum, að ég held að mörg börn hafi trúað því að þau væru í alvöru dregin í jörðina.

Þegar geimskip eins og Apollo eða Space-shuttle sendi mynd af jörðinni utan úr geimnum vorum við börn á jörðinni mjög undrandi. Auðvitað voru engin landamæri dregin þar. Jörðin var –og er- falleg

blá kúla fljótandi í svörtu og stóru rými. Mér var sagt að margir geimfarar sem höfðu séð jörðina utan úr geimnum, hefðu styrkst í trúnni á tilvist Guðs. Fegurðin var tvímælalaust guðdómleg.

Það sem Guð hefur skapað, hvað sem það er, er fallegt í

sjálfu sér. Jörðin, hafið, fjöllin, náttúra Íslands, mannkynið, manneskjan, lífið og svo framvegis. Og í frummynd sköpunar Guðs eru hvorki landamæri né lína sem aðgreinar eitthvað frá öðru, þar sem allt sem Guð hefur skapað tilheyrir Guði. Sköpun Guðs þekkir ekki landamæri.

Einnig það sem lofar sköpun Guðs og fegurð hennar þekkir ekki landamæri og flýgur því frjálslega yfir þau. Þess vegna streymir trú, kærleikur, tónlist og alls konar listaverk, frábærar bókmenntir og góður matur

um alls staðar í heiminum. Það er ekki hægt að stöðva þau.

Í dag höfum við mörg tækifæri til að njóta ágætra bóka, tónlistar, glæsilegrar matargerðar eða listaverksýninga. Við erum heppin, af því að með því að njóta þeirra erum

við að taka þátt í því að lofa sköpun Guðs og fegurð hennar. Þegar við njótum þeirra, sjáum við í þeim frummynd sköpunar Guðs. Og fegurð hennar þekkir ekki landamæri.

Raunveruleikinn í heiminum sem við búum í er ekki alltaf fallegur. En við megum ekki gefast upp. Reynum að leita að frummynd þess sem Guð hefur búið til. Það er hún sem færir okkur fegurð heimsins og satt virði lífs okkar.

(Ræðan var flutt í messu Laugarneskirkju 19. apríl 2015, en eftir messuna var opnun sýningar ,,Án landamæra” í sömu kirkju)

css.php