Evrópa – nafli alheimsins…?

Mikið verið hefur rætt undanfarið á alþingi heimalands míns, Japans, um hvort Japanir eigi að veita kosningarrétt til Kóreubúa og Kinverja sem búsettir eru í Japan, en afar þeirra og ömmur voru neydd til þess að verða japanskir ríkisborgarar og að fara í stríð fyrir Japan fyrir 50 – 70 árum.

Í þessum umræðum sögðu sumir þingmenn að það væri næstum eins og að selja föðurlandið til útlendinga, að veita þeim kosningarrétt. Mér fannst það sorglegt og móðgandi að heyra fulltrúa þjóðar minnar tala svona. Þeir velta hvorki fyrir sér hvað Japan hafi gert þessu fólk né viðurkenna ábyrgð sína á börnum og barnabörnum þess. Eins og svo oft áður, gleymir gerandi illræðis því fljótlega. Þolandinn aldrei.

Nú er ný lög um útlendinga að fæðast á Íslandi. Ástæða þess að frumvarp um ný lög liggur nú fyrir, er ekki aðeins fjölgun erlendra ríkisborgara að undanförnu, heldur einnig væntanleg breyting með því að Ísland verður aðili að Schengen samkomulaginu í vor. Schengen samkomulagið er í stuttu máli sagt, ferðafrelsi milli ríkja Evrópusambandsins. Ríkisborgarar viðkomandi ríkja þurfa þá ekki lengur að fara í gegnum vegabréfaeftirlit. 15 ríki eru núna í ES, Bretland og Írland eru ekki búin að fullgilda samkomulagið um Schengen, en Noregur og Ísland taka þátt í því, utan ES.

Schengen samkomulagið er framlengingarstefna ES. Að baki þessarar stefnumótunar liggja að sjálfsögðu efnahagslegar eða aðrar praktískar væntingar fyrir hvert og eitt aðildarríkjanna. Samtímis liggur þar gamla hugmyndin um að “Evrópa sé ein stór fjölskylda”. Hugmyndin er sú að Evrópulönd eigi margt sameiginlegt eins og t.d. álfuna, sögu, kristinn menningargrunn o.s.frv. Í rauninni leggur stefnuskrá ES sem var samþykkt rétt fyrir áramót mikla áherslu á það að ES ríki haldi “sameinginlegt gildismat” fyrir hagsmuni þjóða og íbúa þessa.

Um leið og þessi fallegu orð falla, virðist aðgreining og mismunun gagnvart ríkjum utan Evrópusvæðisins og íbúum þess aukast meira en áður. T.d. birtist jafnvel á Íslandi, sem er ekki aðili ES skýr mismunun nú þegar á milli EES ríkisborgara og þeirra sem eru frá löndum utan EES, eins og sést t.d. varðandi atvinnuréttindi eða dvalarleyfi. Með Schengen samkomulaginu má segja að þessi mismunun aukist með tilliti til ferðafrelsis.

Auk þessarar “skipulöguðu” mismununar breiðast einnig út staðalmyndir og hugmyndarfræðileg mismunun í Evrópu á þá leið að “Evrópa sé nafli aleimsins” eða “allir frá ‘þriðja’ heiminum leiti að betri lífskilyrðum í Evrópu”. Ef einhver kemur frá landi utan Evrópu til ES lands til að leita hælis, segir fólk strax “aa,ha, Þú ert bara að flýja fátækt heimalands þíns. Því miður er hér ekkert pláss fyrir þig”. Þessar hugmyndir um að aðgreina sig frá öðrum svæðum á jörðinni eru þó aðeins jákvæð tálsýn fyrir íbúa ES landa.

Leiðir þetta viðhorf til betri framtiðar fyrir Evrópubúa? Mig langar til að spyrja; í fyrsta lagi, hefur “Evrópa” eitthvað meiri þýðingu en önnur svæði jarðarinnar? Ef það er til eitthvað “sameiginlegt gildismat” meðal evrópskra landa, á það ekki að gilda líka í öðrum svæðum utan Evrópu? Í öðru lagi er ES ekki upphaflega samband á milli ríkja, sem eru í jafnvægi bæði stjórnmálalega og efnahagslega? Það er ekki satt að ES dafni, heldur fá ríki ekki inngöngu í ES nema efanahagur þeirra sé stöðugur heima fyrir. ES er nefnilega sjálfverndarsamtök í eðli sínu.

Fyrir 100 árum komu flest stærri Evrópuríki til Afríku eða Asíu. Þau sóttu hvorki um dvalarleyfi né um hæli, heldur gerðu þau löndin að nýlendum sínum.

Þau létu íbúa þar læra tungumál sín, kenndu trú sína og byggðu upp iðnað sinn og efnahag heima fyrir á kostnað nýlendnanna. Þessi kúgun og arðrán stóð yfir allt fram til loka seinni heimsstyrjaldarinnar. Kapphlaupið um nýlendurnar hafði líka áhrif í Japan. Til að standast samkeppni við Evrópu, tók einnig Japan margar nýlendur í Asíu og myndaði að lokum “Stóra Austurasíusambandið”.

Baráttan og brjálæðið í kringum nýlendurnar endaði að lokum með styrjöld. Evrópsk lönd fóru til baka til síns heima og flestar þjóðir í Afríku og Asíu urðu sjálfstæðar. Allt í einu voru þessi evrópsku lönd orðin verndarar lýðræðis og sjálfstæðis allra þjóða heimsins.

Þetta er ekki aðeins saga. Þetta átti sér raunverulega stað á dögum afa okkar og ömmu.

Afmörkunarstefna á einum stað skapar samskonar stefnu á öðru svæði. Þannig breiðast áhrifin smámsaman út. Hvað kemur næst? Við getum ekki spáð um framtíðina, en við getum giskað á hana út frá reynslu okkar og sögu.

Mér sýnist að leiðtogar vesturevrópskra landa hafi gleymt því sem þegar hefur gerst í löndum þeirra og lyfti upp hreinum höndum sínum. Er rétt að gera það? Er fortíðin bara fortíð? Hafa Evrópulönd, sérstaklega sterk ríki eins og ES ríki, engin tegsl lengur við það hvernig ´þriðji´heimurinn stendur núna? Hvað segir fólk í Afríku eða Asíu? Svona viðhorf eru ekkert annað en yfirlæti og sjálfsánægja.

Ég er meðvitaður um það að það er tilgangslaus fyrir einstakling eins og mig að vera á móti stefnu ES ríkjanna. Það breytir engu. Engu að síður berum við líka ábyrgð og skyldu með okkur sjálfum, bæði sem einstaklingar og þegnar þessa lands. Ef við gefumst alveg upp af vanmáttarkennd og þegjum, þá breytist lýðræðið “skrílræði”. Þegar við lesum sögu sienni heimsstýrjaldarinnar spyrjum við oft; “Hverjir mótmæltu Hitlar? Af hverju voru Japanir ekki á móti fasistastjórn sinni?” Þessar spurningar geta snúist til okkar sjálfra hvenær sem er. Við verðum að vera vakandi fyrir því, að óréttlæti, mismunun og kúgun á öðrum byrjar oftast smátt og smátt í okkar eigin höndum.

Hvorki lýðræði né mannréttindi í Evrópu geta átt sér stað án þess að ábyrgð sé borin fyrir öðrum svæðum heimsins. Einnig stendur efnahagur í Evrópu ekki undir sér sjálfur án þess að hafa samband við önnur svæði heimsins. Það er ekki nóg að vita um þessi orð. Við verðum að hugsa og segja þessi orð.

Því vil ég spyrja að lokum; er Evrópa nafli alheimsins?

(Prestur innflytjenda, 10. febrúar 2001 Mbl.)

css.php