Fylgjum Jesú gegn mismunun!

21. mars er alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti SÞ og þessi vika sem stendur núna er Evrópuvika gegn kynþáttafordómum. Í þessu tilefni langar mig að hugleiða hvort barátta gegn fordómum eigi erindi við trúarlíf hvers og eins okkar.
“Ég held að margir eigi í erfiðleikum með að skilja hvernig það er að vera fórnarlamb þegar ráðist er á mann fyrir útlit eða þjóðerni” skrifaði Dane Magnússon, formaður Félags anti-rasista, í grein sinni í Morgunblaðinu 10. mars sl. en sjálfur eru hann af erlendum uppruna.

Ég er deili með honum þeirri skoðun að það er alls ekki sjálfgefið mál að fara í spor þolanda fordóma og mismununar og skynja sársauka hans, reiði og sorg. Sjálfur hef ég margsinnis orðið vitni að því að fólk vilji ekki viðurkenna tilvist fordóma og mismunun í kringum sig þegar einhver hefur bent á þau og kvartað yfir þeim. „Þetta eru ekki fordómar. Þú ert farinn alveg yfir strikið,“ segja sumir í slíkum tilfellum án þess að velta málinu fyrir sér.

Ég ætla hins vegar ekki að falla í þá gryfju að telja erfðileikana sem leiða til slíkra umkvartana um fordóma til þess að eðli mann sé óbreytilegt eða að einungis sé um örlög að ræða á hvorn veginn sem er. Svona séu einfaldlega samskipti á milli fólks og við því sé ekkert að gera. Það er rétt að það er að takmarkað sem við getum skilið af lífi og starfi annars fólks. Margir vita það af eigin reynslu, jafnvel í hjónalífi gætir oft skilningsleysis.  Það er jú erfitt verkefni að skilja annan mann, vonir hans og væntir, hefðir og hæfileika nægilega vel. Stundum látum við flakka setningar á borð við : „Karlmenn geta ekki skilið konur, því að þeir eru ekki konur,“ eða „Hvítir menn munu aldrei skilja þá þjáningu sem svertingjar mæta í heiminum.“ Það gæti verið rétt að nokkru leyti. En ég vil ekki stöðva hér, þar sem þessi orð geta verið neitun um frekari viðræðu.

Guð gaf okkur frábæran hæfileika sem er nægur til að komast yfir erfiðleika á meðal okkar af  gagnkvæmum skilningi. Það er ímyndunin um að setja sig í spor einhvers annars og reyna að finna þá tilfinningu sem það gefur manni. Hugsum um hve mikið af hlutum sem okkur finnst réttir er í raun ekkert annað en ímynd okkar og ágiskun. Við skulum því alls ekki vanmeta þennan hæfileika okkar en vandi okkar er að nota hann rétt.

Fyrir okkur sem trúum á Jesú Krist þýðir þessi hæfileiki jafnvel meira. Að ímynda okkur tilvist Jesú fyrir augum okkar og íhuga hvað Jesús mun segja okkur og gera gefur okkur sífellda speki lífsins sem næst ekki aðeins með okkar eigin þekkingu. Þetta er kannski trúarleg upplifun sem er sameiginleg meðal allra frá sunnudagsskólabarni, fermingarbarni til eldri prests sem er með 40 ára reynslu í prédikunarstóli. Og þannig erum við sannfærð að tilvist Jesú er ekki bara ímyndun okkar heldur er hann áhrifmikill raunveruleikur í trúarlífi okkar.

En til þess að ímynda okkur tilvist Jesú og íhuga hvað hann myndi segja og gera, þurfum við að hlusta á orð Jesú í Biblíuinni og læra um framkomu hans. Hvað segir Jesús um fordóma eða mismunun?

Áður en við leitum að orði Jesú og framkomu sem gæti verið fyrirmynd okkar til að berjast við fordóma, hugsum aðeins um merkingu hugtaksins fordómar. Hvað eru fordómar?

Fordómur er “ógrundaður dómur eða skoðun” í orðabók. Eða svo ég útskýrir fordóma aðeins betur: : “að taka eitthvað sem sjálfsagðan hlut / sjálfgefinn sannleika án þess að skoða hvaða merking liggur þar að baki”. En núna langar mig að skilgreina fordóma út frá kristilegu sjónarmiði. Mér finnst við mega segja: “fordómar eru að fara fram hjá persónuleika einstaklings og eiginleikum og gefa honum dóm sem var fyrirfram búinn til á öðrum stað.“

Ég held að einn kjarni kristinnar trúar er að horfast í augu við persónuleika manns og eiginleika. Við getum lært það af framkomu Jesú í guðspjöllunum. Þar var fólk frá mismunandi stétt og samfélagslegri stöðu í kringum Jesú. Sakkeus yfirtollheimtumaður, hundraðshöfðingi, vændiskona, Nikódemus farísei og þingismaður, ríkur ungmaður o.fl. Það má koma fram sérstaklega að Jesús heimsótti sjálfur fólk sem var sett var utangarðs í samfélaginu á þeim tíma. Jesús talaði við alla þessa í einlægni.

Við allir þekkjum söguna um kanversku konuna. Fyrst hafnaði Jesús ósk hennar eftir hefðbundnum skilgreiningi Gyðingdóms þeirra tíma. En þegar konan hélt áfram og sýndi Jesú einlæga trú sína, hrósaði hann konunni og gaf náð sína: „Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt.“ Jesús skildi sársauka konunnar og setti persónuleika kanversku konunnar, eiginleika og trú, sem Jesús vitnaði sjálfur, hærri en samfélagsleg skynsemi og skilgreining.

Mér finnst þessi framkoma Jesú vera geta verið fyrirmynd okkar þegar við reynum að íhuga baráttu okkar við fordóma og mismunun.

Einkenni fordóma og mismununar, sem virðist vera sígild allan tíma og allar staðar, er að gerendur fordóma og mismunar hugsa varla um málið, en skynjun þolenda er mjög viðkvæm. Gerendur gleyma málinu fljótt, en þolendur aldrei. Augljóst er að gerendur skortir á ímyndunarfl og geta ekki sett í spor fólks og fundið til sársauka þess.

Á föstu íhugum við sársauka Jesú á leiðinni til Golgata og á krossinum. En sársauki Jesú leiðir okkur um leið til íhugunar um sársauka náunga okkar, þar sem að fara fram hjá sársauka náunga er ólíklegast í hugboði Jesú og framkomu. Barátta gegn fordómum og mismunun er barátta í trúariðkun okkar sem fylgjum Jesú.

(Prestur innflytjenda, 18. mars 2009 Trú.is)

css.php