Hugleiðing á aðventusamkomu í Þjóðminjasafninu

Komið þið sæl. Velkomin í Þjóðminjasafnið og velkomin á þessa aðventusamkomu. Í upphafi langar mig til að þakka Þjóðminjasafninu fyrir þetta frábæra tækifæri til þess að fjalla og gefa tímabæra sýn á fjölmenningarleg jól. Hugmyndin er ný og virkilega spennandi.

Frá því að þið komuð inn í Þjóðminjasafnið og þar sem við stöndum nú eruð þið búin að skoða fyrstu 700 árin í sögu Íslendinga. Hér er tímatalið um 1500 og síðan heldur sagan áfram uppi á annarri hæð. Rétt hjá innganginum sá ég þrjár beinagrindur. Ein þeirra er bersýnilega barn, önnur hestur en þriðja beinagrindin er kona að því mér er sagt. Allar þessar beinagrindur eru frá því í kringum árið 800, sem sagt frá fyrstu landnámsárum Íslands.

Ég spurði sjálfan mig, hver var þessi kona? Hvað hafði hún í huga þegar hún kom til þess lands? Hlakkaði hún til þess að búa á Íslandi eða var hún kvíðin og hrædd? Átti hún barnið? Hvers vegna dó barnið? Hvernig leið fjölskyldu barnsins þegar það var jarðað? Það hlaut að vera erfitt, að sjálfssögðu. En til þess að reyna að skynja og skilja tilfinningar þessarar konu og þeirra sem komu til Íslands fyrir meira en þúsund árum, tilfinningar eins og gleði og sorg, vonir og væntingar, verðum við að reyna að setja okkur í spor þeirra og nota ímyndun okkar, þar sem tilfinningin virðist hafa horfið í hringrás tímans.

Ef við skoðum alla sýninguna í Þjóðminjasafninu á þennan hátt, hljótum við að finna, að saga Íslands er full af tilfinningum. Ég tel að það sé mikilvægt að við sem búum hérlendis reynum að skilja þessar tilfinningar þar sem skilningurinn mun auka virðingu okkar fyrir þjóðinni, sögu hennar, forfeðrum- og mæðrum, eins og fyrrnefndri konu. Það var einu sinni fólk sem grét fyrir Ísland. Það var fólk sem var reitt úti af óréttlæti í þjóðfélaginu og barst við. Það var fólk sem dansaði með fagnaðaróp. Við tökum stundum þjóðina í dag sem næstum sjálfgefinn hlut til okkar. En þjóðin er ekki komin sjálfkrafa. Það er alltaf fólk til, sem biggir hana. Mér finnst það mikilvægt að bera virðingu fyrir því og viðurkenna að við öll, bæði innfæddir Íslendingar og inflytjendur, tökum þátt í uppbyggingu þjóðarfélagsins núna og tökum þátt í sögu Íslands sjálfri.

Að því leyti á Þjóðminjasafnið að vera áhugasamur og fróðlegur staður, ekki aðeins fyrir Íslendinga, heldur líka fyrir okkur innflytjendur. Við sem er af erlendum uppruna skulum muna eftir því.

Mikilvægi þess að bera virðingu fyrir þjóð á að sjálfssögðu ekki aðeins við á Íslandi heldur er mikilvægt að bera virðingu fyrir hverri einustu þjóð alheimsins, hvort sem hún er í Póllandi, Bandaríkjunum, Taílandi, Keníu, eða Japan, svo aðeins nokkur lönd séu nefnd. Sérhver þjóð stendur á eigin sögu sína og menningu, og hún á skilið að berast virðing fyrir. Við verðum að bera virðingu hvort fyrir öðru. Ef það gleymist munu stríð, árásir og mismunun eiga sér stað.

Ég ber virðingu fyrir íslenskri menningu en sem Japani er ég einnig hrifinn af menningu míns fæðingarlands. Í dag langar mig því að blanda saman íslenskri menningu og japanskri. Jólatréð sem hér stendur hefur nær allt verið skreytt með rafljósum sem við ætlum bráðlega að kveikja hér á. En nokkur japönsk börn ætla að klára að skreyta það með handgerðum trönum og skrifa á kort eina ósk sem þau eiga í hjarta sínu og hengja á tréð. Trana er tákn friðar og langlífs í Japan og þar er eining algengt í Japan að fólk tjái óskir sínar og vonir, eins og um um frið í heiminum, farsæld í fjölskyldu og fleira við hátíðleg tækifæri. Í Japan er jólatréð þó ekki notað til þess að gera slíkar skreytingar og það er óhætt að segja að hér sé um að ræða alveg nýja hugmynd og tilraun.

Ég er prestur þjóðkirkjunnar og ég hef hugsað mikið um það hvort það sé í lagi að blanda á þennan hátt saman kynningu á japanskri menningu og hinni íslensku hefð að skreyta jólatréð. Móðgar þessi tilraun ekki anda jólanna? Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að tilraunin sé í góðu lagi því það er ekkert í henni dregur úr þýðingu jólanna, jafnvel þvert á móti. Við setjum á jólatréð allar okkar óskir um frið, farsæld, vináttu, ást eða góða heilsu. Og við trúum því að Guð muni svara okkur á aðfangadagskvöld með því að senda okkur ómetanlegu gjöfina, sem Guðs einkasonur er, og að hann uppfylli óskir okkar. Og kæru börn, jólasveinar eða pabbi og mamma hvers ykkar munu svara óskum ykkar um jólagjafir. Trúið því!

Friður Guðs sé með hverju og einu ykkar. Kærar þakkir.

(Prestur innflythenda)

css.php