Innlegg á 20 ára afmælisfundi Samverjans

Kæru félagar og systkini í Kristi, komið þið sæl og innilega til hamingju með 20 ára afmæli Samverjans. Alveg eins og venjulega finnst mér auðvelt að skoða og meta það sem hefur þegar verið gert. Aftur á móti er það alltaf erfitt að byrja eitthvað nýtt og þróa, því að við vitum ekki hver árangurinn verður .

Ef Samverjinn táknar svokallaða “sérþjónustu” kirkjunnar í fyrsta lagi, megum við segja að hann hefur staðið sig vel. Sérþjónustan hefur aukist og leikur mikilvægt hlutverk innan kirkju og utan. Starf mitt sem innflytjendaprestur er hluti af þessum fjólbreytileika og mig langar til að kynna starf mitt fyrir ykkur.

Mér finnst það algengt í sérhverju starfi hjá okkur að nokkur hluti starfsins sé mjög sýnilegur og aðrir hlutar eru ósýnilegir. Það er svona hjá mér líka. Í starfi mínu þarf ég að tala opinberlega fyrir hönd fólks af erlendum uppruna og stundum felur það í sér gagnrýni áíslensku þjóðfélagi. Kannski er þessi hluti mjög sýnilegur og þess vegna getur fólk haft grunsamlega hugmynd um þjónustu prests innflytjenda: “ Hvað gerir hann?” eða “ Er þetta sannarlega þjónusta kirkjunnar?”.

Það er að vissu leyti skiljanlegt og einnig þarf ég að játa að ég hef ekki verið mjög duglegur í að kynna starf mitt innan kirkjunnar sjálfrar hingað til. Þetta er syndajátning mín og ég vil bæta stöðuna á þessu starfsári og reyna að fá betri skilning á þjónustu minni. Ég ætla að byrja það núna í kvöld.

Ef ég lýsi einkennum starfs mins, er það í fyrsta lagi að meginstarfsemi mín er ekki að annast helgihald eða kirkjulega athöfn. Ég er meira eins og leiðbeinandi, ráðgjafi eða móttaka kvartana. Að þessu leyti viðurkenni ég að þjónusta prestsinnflytjenda virðist vera “sér”þjónusta prests. Hins vegar fullyrði ég að þetta sé alls ekki “sér”þjónusta kirkjunnar. Þetta gæti kallast “sér”þjónusta prests, en ekki “sér”þjónusta kirkjunnar. Mér finst það sjálfsagt að kirkjan annist slíka þjónustu fyrir inflytjendur. Reyndar notar sérhver kirkja í vesturevrópu talsverðan kraft á þessu verksviði.

Spurning sem okkur getur dottið í hug er þetta: “En tilheyrir svona þjónusta ekki djákna eða virkum leikmönnunm?”. Svar mitt er: þetta á að vera eða þróast sem sameiginlegt verkefni meðal presta, djákna og leikmanna. Samt fnnst mér ekki sniðugt að prestur dragi sig úr þjónustunni fyrir innflytjendur. Það eru nokkrir punktar sem fylgja presti á áþreifanlegan hátt.

  1. Margir útlendingar eru með fasta “jákvæða” ímynd um presta sem hlutlausa réttlætismenn. Þess vegna leita þeir til presta. Þeir segja prestum það, sem þeir tala ekki um við aðra.
  2. Prestar eru með jafn sterka stöðu og aðrir embættismenn ríkisins eða lögmenn innan samfélagskerfis. Prestar geta snert trúnaðarmál, farið í fangelsi eða talað máli opinberlega.
  3. Það nýtist vel að prestar geta útvegað t.d. sáttavottorð og einnig sinnt skírn, giftingu eða jarðarför sem framhalds aðstoðar til fólksins, þótt það gerist sjaldan.
  4. Prestsmenntun nýtist vel á meðan kirkjan er ekki búinn að móta guðfræðilega hugmynd og kirkjulega stefnu um málefni inflytjenda.

Yfirleitt er ég því hlynntur sjálfur að prestur annist þessa þjónustu, en eftirsóknarvert er að fleiri eins og djáknar eða leikmenn komi að verkefninu.

Annað einkenni þjónustu prests innflytjenda er að hann þjóni ekki innan kristinna samtaka heldur taki á móti öllum án tillits til trúarlegs uppruna fólksins. Auk þess er hefðbundið kristniboð ekki markmið. Þetta atriði er líkt starfi hjá Hjálpastarfi. Þegar fólk er í neyð, þurfum við ekki að flokka það eftir trúarbrögðum þess eða annarra atriða. Mér finnst samt að þessi hugmynd sé frekar “passíft” mat á jöfnuði manneskja.

Ég vil segja að grunnur þjónustu minnar sé að sjá alla sem sköpun Guðs og sem jafna kollega lífs okkar. Þetta varðar ekki aðeins um neyðartilfelli eins og að veita aðstoð til fólks í vandræðum, heldur varðar þetta jákvæða uppbyggingu samfélags í samstarfi við íbúa á jörðinni. Ég er hrifinn að tjá þetta atriði eins og “markmið þjónustu minnar er að veita fólki aðstoð svo að það endurheimti sjálfsmynd sína”. Tilgangur minn er, í stuttu máli sagt, að hjálpa manni til að vera hann sjálfur.

Mig langar til að kynna ykkur eitt dæmi. Það var kona frá Suður-Ameriku. Lögfræðilega var hún grunuð um að vera ólögmætur útlendingur en hún var barnshafandi. Hana vantaði allt, húsnæði, starf og peninga. Ég gerði það sem ég gat gert fyrir hana, sérstaklega svo að barnið fæddist í friði, eins og að tala við viðkomandi stofnanir eða að keyra hana hingað og þangað. Hún fékk aðstoð hjá Félagsþjónustunni og Hjálpastarfi, Guð sé lof, og barnið fæddist. Eftir nokkra mánuði fór hún til káþólsks prests til að skíra barnið. Hann hafði ekki leikið neitt hlutverk áður en barnið fæddist. Það er hægt að segja ýmislegt um svona uppákomu.

  1. Láttu káþólska presta sinna málinu frá upphafi.
  2. Það er asnalegt að veita aðstoð slíku fólki sem aðeins notar þjóðkirkjuna til þess að fá eitthvað.
  3. Án tillits til þess hver skírði barnið, er það staðreynd að þjóðkirkjan veitti aðstoð um fæðingu barnsins og það var mikilvægt og nauðsynlegt.

Hvað finnst ykkur? Mér finnst það í lagi. Þjóðkirkjan veitti henni aðstoð og barnið fæddist í góðri heilsu, og skírðist í kirkju fjölskyldunnar. Ég veit ekki hvort káþólska kirkjan geti skammast sín eða ekki, en það er ekki okkar mál. Ég er ánægður með þetta mál.

Um atriði sem varðar mismunandi trúarbrögð langar mig til að bæta þessu við því að mér finnst það mikilvægt fyrir okkur öll að hugleiða.

Að sjá allar manneskjur sem börn Guðs er ekki sérstakt nýtt viðhorf í guðfræði eins og sést hjá Paul Althause. Hins vegar hefur það verið léttvægt í guðfræði til að gefa þeim sem tilheyra ekki kristnni trú jákvætt mat. Svo framarlega sem ég get skilið, hafa miklir guðfræðingar eins og Karl Barth eða Karl Rahner ekki komist yfir þá hugmynd að láta ókristið fólk vera jafnt kristnu fólki.

Nefnilega er megin hugmynd um ókristið fólk í vestrænni guðfræði ennþá annað hvort að það séu börn Guðs sem búa í myrkri eða þau séu utan þjónustusvæðis kirkjunnar.Ég hef meira að segja um þetta atriði, en ég ætla ekki að fara lengra út í það núna. Ég vil endilega taka þetta ræðuefni upp á komandi starfsári.

Í kvöld vil ég bara benda á eitt atriði sem kirkjan okkar getur ekki forðaðst að mæta. Íslenska þjóðfélagið verður að verða fjölmenningarlegt samfélag. Megin reglan þar er að hver og einn þegna ber virðingu fyrir gildismati annarra eða lífsháttum. Hins vegar er kirkjan okkar með fasta “mission” til þess að boða fagnaðarerindi til fólks sem þekkir það ekki.

M.ö.o. reynir kirkjan að fara yfir gildismat annarra með fagnaðarerindið. Þess vegna er ekki auðvelt fyrir kirkjuna okkar að sætta sig við fjölmenningarlega samfélagið. Þetta atriði er vert að við veltum því fyrir okkur.

Einu sinni enn vil ég forðast misskilning í þessu máli.

  1. Ég er aldrei að segja að við skulum hætta að boða fagnaðarerindi. Ég er að spyrja bara, hvenær og hvernig?
  2. Ég er aldrei að segja að öll trúarbrögð séu sama og það skipti okkur engu máli hverju við tiheyrum. Kristin trú er ekki sama og Buddismi, og þess vegna er ég orðinn kristinn í búddista umhverfi.
  3. Hins vegar er sú hugmynd að fólk í öðrum trúarbrögðum búi í myrkri eða það fari til helvítis bara hallærisleg og alls ekki í samræmi við kristna kenningu.

Ég virði foreldra mína og elska, en þau eru ekki kristin. Ég sé enga ástæðu til þess að þau verði að fá minni umbun í lífi sínu en ég fæ frá Guði. Þetta er ekki bara tal í guðfræði heldur raunveruleiki lífs mins. Við verðum að skilja betur og sjá jákvæða þýðingu tilveru ókristins fólks.

Mér finnst óhjákvæmilegt fyrir okkur þjóðkirkjufólk að standa framarlega í þessu máli og það er alls ekki vantrú á Jesú Krist að taka upp þetta malefni. Mér þykir leitt að ég fái stundum álit frá fólki eins og ég sé ekki nógu trúarður vegna skoðunar minnar á mismunandi trúarbrögðum. Ég get verið óháður stundum kirkjunni sem stofnun, en ég held að ég sé háður Jesú Kristi sem mest og sem hæst.

Að lokum langar mig til að benda á atriði sem mér finnst nauðsynlegt að ræða.

Í fyrsta lagi er þjónusta mín mjög persónubundin. Starfsstefna prests innflytjenda fer eftir því sem ég hugsa og stefni að. Þetta er mjög frjálslegt mín vegna, en það er samtímis hættulegt. Mér finnst það eiga að vera undir samstarfi fleira fólks.

Í öðru lagi þarf ég að fá kirkjulegan vettvang. Eins og ég hef sagt í byrjun, þjónusta mín er enn ekki beinlínus tengd við helgihald eða fasta kirkjulega starfsemi. Ég vil breyta þessu. Ég þarf að vera í sambandi við kirkjuna meira en hingað til.

Síðast en ekki síst, er mikilvægast fyrir mig að halda samstarfi við aðra presta , djákna og leikmenn í kirkjunni. Mér finnst að sjukdómur sem ég hef nefnt “ég- ég sýki” virðist smitast víða í þjóðfélaginu. Þetta er sýki sem lætur mann hugsa eingöngu um sjálfan sig og segja “ég, ég”. Þetta gengur ekki. Við þurfum að hjálpast að. Ég þarf að fá aðstoð ykkar, en ég þarf ekki sjálfsánægju eða sjálfsréttlæti. Ég fagna því að fá stuðning frá ykkur bæði á áþreifanlegan hátt og andlegan hátt.

Kærar þakkir.

(Prestur innflytjenda;  18. september 2002  í safnaðarheimili Grensáskirkju)

css.php