Íslenskt tungumál og líf sem Guð býður okkur upp

1.
Margir, ungir Japanir hafa sýnt Íslandi áhuga undanfarin ár, líklega vegna fallegrar náttúru eða/og íslenskrar tónlistar. Sumir koma sem ferðamenn en aðrir koma sem skiptinemar. Og meðal skiptinemanna eru nokkrir sem vilja læra íslenskt tungumál almennilega í háskólastígi og enn fremur fara í framhaldsnám.

Þessa daga fæ ég oft spurningar sem varðar nám á Íslandi frá ungu fólki í Japan. Ég reyni að taka vel á móti þeim og veita allar þær upplýsingar sem ég get. Samskiptin fara aðallega fram á netinu en stundum fæ ég tækifæri að hitta þetta unga fólk og tala við það. Um daginn hitti ég súlku og móður hennar í Reykjavík. Stúlkuna dreymdi að læra íslensku í HÍ á næsta ári og kom til að skoða landið og ýmislegt í HÍ.

Það er alltaf jafnt gaman að hitta þetta unga fólk og spjalla saman. Það er fullt af krafti og væntingum um nám um íslenska tungu. Af reynslu minni veit ég að það er alls ekki auðvelt að læra íslenskt mál vel en ungt fólk hlakkar til að mæta þessari áskorun og glíma við hana. Mér finnst gaman að sjá slíkan brennandi áhuga og ákafa ungs fólks sem leitar að lífi sínu sem Guð býður því upp á.

Svona ungt fólk heldur náttúrlega að ég hafi nokkuð góð tök á íslenskunni þegar ég segist hafa búið á Íslandi lengur en tuttugu ár. Ég segi fólkinu: „Því miður hef ég ekki full tök á á íslensku tungumáli enn eftir tuttugu ára dvöl hér. Ég get skrifað frekar vel, en mér finnst ennþá mjög erfitt að tala frjálslega á íslensku“.

2.
Það er nánast ekkert samband á milli þess hversu lengi maður býr á Íslandi og hve mikið maður skilur íslenksu að mínu mati. Maður skilur íslenskuna betur ef maður lærir hana. Ef frá eru taldar örfáar undantekningar, þá gerist ekkert ef maður lærir íslensku ekki. Með því að búa á Íslandi í mörg ár lærir maður hins vegar hvernig maður á að lifa á Íslandi þó að maður skilji ekki íslenskuna.

Og meira að segja, ef maður hættir að læra íslensku, þá getur maður staðnað í tungumálinu. Ég er lifandi dæmi um þetta. Ég reyndi mjög mikið að læra íslensku á fyrstu árum mínum hér. Það má segja að ég hafi eytt öllum minum frítíma í að læra hana. Jafnvel í flugi til og frá Japan var ég lesa í íslensku á þessu tímabili.

En þegar ég gat bjargað mér á nokkurn veginn á íslensku, byrjaði ég smátt saman draga úr lærdómnum. Ég verð að viðurkenna að íslenskan mín í dag er næstum því eins og hún var fyrir tíu árum. Þetta er vegna þess að ég hef vanrækt að læra íslensku í raun og veru.

Eftir að ég hitti unga Japani sem vildu læra íslensku í HÍ, skammaðist ég mín talsvert. Ég hef verið meðvitaður um veikleika minn í íslensku í nokkur ár og ég hef ekkert gert til að breyta því. Slíkt var heimsklegt viðhorf, þar sem ég missti gott tækifæri, sérstaklega í uppbyggingu góðra samskipta við Íslendinga, mörgum sinnum vegna lélegrar hæfni minnar í íslensku tali.

3.
Það sem Guð býður okkur upp er alltaf áþreifanlegt og raunsætt. Það er raunar að vanþakka gjöf frá Guði ef við endurtökum alltaf „ Ég nenni ekki…“ og förum fram tækifæri sem mun breyta lífi okkar til hins betra.

Nú er tíminn kominn fyrir mig að gera fyrirhöfn til þess að bæra stöðu mína í talmáli íslenskunnar. Ég var búinn að skrá mig í námskeið„íslenska talþjálfun“ hjá Mimir, en auk þess hef ég ákveða að lesa aftur kennslubók um málfræði, að lesa upphátt í íslenskri bók á hverjum degi, horfa á fréttir daglega og svo framvegis.

Ég á enga von á því að tileinka mér íslenska tungu að fullu, en a.m.k. langar mig að tala við íslenska vini mína nægilega svo að ég geti verið sáttur og ánægður. Ég get ekki fengið til baka þau tækifæri sem ég hef misst áður, en kannski get ég minnkað fjölda tækifæri sem ég mun missa í lífi mínu sem verður eftir.

Það skiptir mig máli, þar sem mig langar jú að þiggja gjöf sem Guð býður mér upp með þakklæti, og gjöfin er mitt eigið líf sem er núna staðsett á Íslandi.

Íslenskt tungumál virðist vera stöðug áskorun fyrir erlenda nemendur á Íslandi og einnig fyrir innflytjendur. En hún er þess virði ef við viljum eiga erindi við Ísland eða eiga heima hér.

(Prestur innflytjenda, 11.september 2014 Trú.is)

 

css.php