Ósk um spámennsku í þjóðkirkjunni

Á nýliðinni prestastefnu var felld tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra. Ég er þjóðkirkjuprestur á þeirri skoðun að hugtakið „hjón“ feli í sér samband tveggja einstaklinga óháð kyni viðkomandi einstaklinga og því varð ég fyrir vonbrigðum með ofangreinda niðurstöðu. Samt finnst mér fólk vera of neikvætt í garð þjóðkirkjunnar og jafnvel mistúlka niðurstöðu prestastefnuna.

Mig langar að skýra málið aðeins nánar. Eitt af aðaldagskrárefnum prestaráðstefnunnar var álit kenningarnefndar um þjóðkirkjuna og staðfesta samvist, þ.á.m. drög að formi um blessun staðfestrar samvistar sem voru samþykkt. Nýja tillagan sem var felld snérist um ,,hjónavígslu“ pars af sama kyni. Þetta er, að mínu mati, ekki búið að vera rætt nægilega innan prestastéttar enn. Og má benda á þá staðreynd að hjúskaparlög, sem sameina hefðbundna merkingu hugtakanna ,,hjónaband“ og ,,staðfesta samvist“ samkynhneigðra í hugtakið  ,,hjón“, eru enn ekki mörg í heiminum. Við höfum dæmi li borgarlegum lögum frá Hollandi, Spáni og nokkrum fleiru en þá er það upptalið. Mér finnst þess vegna viðbrögð, t.d. fjölmiðla, vera dálítið ósanngjörn. Mig langar því til þess að koma sjónarmiðum þjóðkirkjunnar og sérstaklega þeirra presta sem hafa unnið að að því að þessar breytingar verði að veruleika í íslensku kirkjunni á framfæri.

Það sem ég vil nálgast málið á dálítið annan hátt. Mér finnst skorta á ,,spámennsku“ í þjóðkirkjunni, þ.e. framtíðarsýn hjá forystumönnum hennar eins og  t.d. biskupa, próföstum og annars fólks sem er valda-og áhrifamikið innan kirkjunnar.

Einu sinni var spámaður sem hét Móses. Guð lét honum í té það sérverkefni að leiða fólk  Ísraels, sem var kúgað í Egyptalandi, þaðan til lands af Kanan. Móses og konungurinn hittust nokkrum sinnum að máli en Móses beið ekki þar til þeir höfðu komist að fullum sáttum. Móses þorði að framkvæma, hann hafði framtíðarsýn og leiddi fólks Ísraels út úr Egyptalandi. Hann verndaði fólkið og bjó til vegi þar sem áður voru engir.

Hann komst ekki sjálfur í landið af Kanan  en sannarlega leiddi hann fólkið í land þar sem það gat notið frelsis og jafnréttis í ríkara mæli en áður. Þess vegna er Móses kallaður leiðtogi og ómetanlegur spámaður.

Er slík spámennskan til staðar á meðal leiðtoga íslensku þjóðkirkjunnar í dag? Ég vil trúa að hún sé til, en hún er ekki alltaf almenningi augljós.  Í umræðunni um mál samkynhneigðra heyrist oft orðalag eins og ,,skoðunarkönnun“, ,,málamiðlun“, ,,eining kirkjunnar“ eða ,,samræmi við aðrar kirkjur  í heiminum“, en sjaldnast heyrum við orð leiðtoga eins og: „það er köllun okkar kirkjunnar að leiða fólk út úr alls konar kúgun, mismunun eða þrældómi. Nú leggjum við af stað til frelsis. Allir, komið með okkur!“

Ég held að kjarni málsins, sem varðar samkynhneigð, sé ekki tilvist andstæðinga gegn samkynhneigð eða erfiðleika í guðfræðilegri túlkun á Biblíunni, heldur er kjarninn hvort kirkjan vilji vera spámaður nútímans eða ekki. Það er spurningu um hvort kirkjan sé tilbúin í að bjóða samfélaginu í ferð yfir sjó og eyðimerkur eins og Móses fólki Ísraels í þeim tilgangi að leiða það til frelsis í merkingu sem er í  samræmi við samfélagsþróunina.

Í tilefni af umræðu um hjónavígslu samkynhneigðra para eigum við í kirkjunni ekki að velta því fyrir okkur hvort við séum búin að týna einhverju mikilvægu sem Guð faldi okkur með nafni samfélags Jesú Krists?

Einmitt það, að fólk skynjar ekki í hvaða átt þjóðkirkjan stefnir, veldur svo oft misskilningu í garð kirkjunnar í samfélaginu. Fólk veit ekki hvort kirkjan stefnir til framtíðar eða hvort hún sé að hverfa á vit fortíðar, hvort hún ætli sér að vera brautryðjandi eða fylgja í kjölfar annarra kirkna í heiminum. Hvert vill þjóðkirkjan okkar stefna? Mér finnst mikilvægara að skýra þetta atriði frekar en önnur ,,tæknileg“ atriði sem fylgja grunnstefnu.

Á árinu 2005 var hugtakið um hjón sem eru óháð kynjasamsetningu hjónaefna lögfest á Spáni. Það skipti fjölda fólks miklu máli eins og svo oft þegar breytingar verða á lögum eða ný verða til. ,,Við erum ekki að búa til lög fyrir ókunnugt fólk sem býr fjarri okkur. Við búum til lög fyrir nágrannra okkar, vini, samstarfsfólk og fjölskyldumeðlimi svo þau eigi þess kost að lifa hamingjusömu lífi“ sagði Zapatero, forsætisráðherra Spánar af þessu tilefni. Er það bara ég sem óskar eftir að heyra orð eins og þessi einhvern tímann frá leiðtogum íslensku þjóðkirkjunnar?

(Prestur innflytjenda, 18. maí 2007 Mbl.)

css.php