Óskað eftir sáttagjörð

Kjalaranesprófastsdæmi hélt ráðstefnu fyrir nokkru undir yfirskriftinni ,,Sáttaleið til friðar“ um daginn. Þar gafst mér tækifæri til þess að hlýða á mál aðalfyrirlesarana dr. Rodney Peterson (Boston Guðfræði Stofnun) og dr. Raymond Helmick (Boston Háskóli) en þeir eru sérfræðingar á sviði  sem nefnist félagslegt sáttaferli. Í slíku ferli eru fjögur lykilorð: fyrirgefning, sáttagjörð, endurbyggt réttlæti og samfélag. Árekstrar eru ekki bara neikvæðir heldur geta þeir líka verið jákvæðir og auðgað samskipti fólk og þá samfélagið allt ef unnið er eftir viðmiðum félagsleg sáttaferlis. Ég hef ekki kunnáttu til þess að útskýra þetta nánar en mig langar að segja frá því hvernig ég upplifði og túlkaði orð þeirra Helmick og Peterson.

Það ríkir aðeins friður á yfirborðinu ef  minnihlutahópur sem telur e.t.v. 5% af þegnunum mætir óréttlæti í samfélagi og verður bara að þegja og þola það til þess að halda friðinn. Standi minnihlutinn upp og krefst réttlætis gætu orðið árekstrar og jafnvel barátta. Ef samfélagið viðurkennir tilvist ágreiningsins og leitar lausna á skapandi hátt geta allir grætt á því.

Samfélag er hópur fólks og fólk hefur tilfinningar. Stundum eru tilfinningar þess særðar og það býr um sig sársauki í huga þess og hjörtum. Það getur verið flókið að lækna slíkan sársauka. Fyrirgefningin er nauðsynleg í því ferli en hún felur ekki aðeins í sér að fólk eigi að fyrirgefa öðrum, það verður einnig að fyrirgefa sjálfu sér. Í deilum er það líka oftast ágreiningsefni hver særði hvern. Oftast upplifa flestir sem hlut eiga að máli sig sem fórnarlömb. Þess vegna er nauðsynlegt að fólk sem ágreiningurinn snertir nái saman svo að fyrirgefningin geti orðið að sáttagjörð. Það er gífurlega flókið ferli sem má nálgast út frá mörgum sjónarhornum, samfélaginu, sálfræðinni, stjórnmálunum en ekki síst trúnni. Fyrirgefning eða sáttagjörð er einn af hornsteinum kirkjunnar.

Undanfarnar vikur hafa verið miklar umræður um stöðu samkynhneigðra í íslensku samfélagi. Mönnum og konum hefur greint á um eitt og annað en það jákvæða er að ágreiningurinn  eru uppi á borðinu. Nú er hefur Alþingi samþykkt frumvarp sem bætir mjög réttarstöðu samkynhneigðra á Íslandi. Á prestastefnu þjóðkirkjunnar í apríl sl. var samt að kirkjan héldi áfram að skoða samkynhneigð út frá guðfræðinni en myndi samtímis kanna möguleg form á blessun kirkjunnar og “giftingu” samkynhneigðra para. Það má því segja að út frá tæknilegu sjónarmiði sé orðin sátt um þessi mál.

En hvað um tilfinningalega og andlega? Hafa allir sem hlut eiga að þessu máli orðnir sáttir og sæst hver við annan? Hvað er fyrirgefning og hvað er sáttagjörð? Í umræðuferlinu á undan ákvarðanatökunni gekk margt samkynhneigt fólk og stuðningsmenn þeirra úr þjóðkirkjunni. Sumir lýstu því formlega yfir en aðrir fóru bara. Málefni samkynhneigðra snúast ekki aðeins og kenningar kirkjunnar og túlkun á Biblíunni heldur líka um tilfinningar fólks og virðingu. Tilfinningar þeirra sem voru ósammála rökum samkynhneigðra voru líka særðar í þessari umræðu. Það fólk mætti almennt mikilli gagnrýni í samfélaginu og sumir þeirra tjáðu sig um það opinberlega.

En það var líka þriðji hópurinn  og honum tilheyri ég sjálfur. Það er fólkið sem starfar innan kirkjunnar og vill styðja baráttu samkynhneigðra. Það mætti bæði mótstöðu innan kirkjunnar en þurfti líka að þola hörð ummæli frá samkynhneigðum um kirkjuna sína. Auk þess virtist mér, sem að sumir, færðu sér í nyt þetta tækifæri til þess að gagnrýna kirkjuna án tillits til afstöðu sinnar til málefnisins. Ég verð að játa það, að fyrir mig persónulega, var þetta erfiður tími og reynsla.

Í tilefni af hátíð samkynhneigðra, Hinsegin dögum, sem haldin var í ágúst, var í Hallgrímskirkju svokölluð Regnbogamessa en hana sótti fjöldi manna. Messan var nokkurs konar tákn um sátt á milli kirkjunnar og samkynhneigðra fólks, en samt var hún  ekki sáttargjörð. Ein af forsendum sáttagjarðar er að aðilar sem hlut hafa átt að máli geti viðurkennt að þeir hafi sært hvorn annan. Að viðurkenna sársauka er hins vegar ekki það sama og gera málamiðlun um ágreining.  Þó að einn viðurkenni að hann sé búinn að særa annan, t.d. í umræðu, þá þýðir það ekki yrðing þess fyrrnefnda sé röng og rökin rétt hjá hinum. Það eru tvö aðskilin mál.

Það skiptir miklu máli að stíga fyrsta skrefið til sáttagjörðar sem fyrst í kjölfar ágreinings eða áreksturs, því við höfum öll tilhneigingu til þess að muna aðeins það sem hentar okkur og gleyma því sem óþægilegra er þegar frá líður. En hver á að hafa frumkvæði að sáttagjörð? Ef við metum það sem svo, að í þjóðkirkjunni starfi hópur sérfræðinga að málum sem m.a. varða fyrirgefningu og sáttargjörð, þá finnst mér kirkjunni skylt að hafa frumkvæði. M.ö.o. á kirkjan að biðja smkynhneigð fólk fyrirgefningar með hugrekki.  Ég óska svo innilega eftir sáttagjörð milli kirkjunnar og samkynhneigðra og skora hér með á kirkjuþingið sem haldið verðu í október að stíga fyrsta skrefið.

(Prestur innflytjenda, 18. október 2006 Mbl.)

css.php