Ársskýrsla

ÁRSSKÝRSLA PRESTS INNFLYTJENDA (júní 2016 – maí 2017)                                                                               

Tilgangur og starfsemi þjónustunnar

Megintilgangur þjónustu prests innflytjenda á Íslandi er eftirfarandi:

  1. Að aðstoða innflytjendur, flóttamenn, hælisleitendur og langtímagesti sem búsettir eru á Íslandi. Í því felst að auðvelda þeim og fjölskyldum þeirra að byrja nýtt líf hérlendis og vernda mannréttindi þeirra.
  2. Að stuðla að gagnkvæmum skilningi á milli ólíkra trúarbragða hér á landi þannig að fyrirbyggja megi óþarfa fordóma sem upp geta komið gagnvart öðrum trúarbrögðum en kristni.

Helstu þættir starfseminnar eru:

  • að tala við fólk sem á í erfiðleikum og að hjálpa því að finna lausn á sínum vanda
  • að veita fólki aðstoð til að það geti iðkað trú sína
  • að skipuleggja námskeið og/eða fræðslufundi um málefni innflytjenda og trúarbrögð þeirra
  • að veita upplýsingar um kristna trú og kirkju
  • að sjá um messur, bænastundir og fleiri kirkjulegar athafnir

Það er mikilvægt að hafa í huga að markmið og tilgangur þjónustu prests innflytjenda er að hjálpa innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi og fræða og upplýsa bæði innflytjendur og Íslendinga í þeim tilgangi að koma í veg fyrir fordóma sem kunna að vera á milli þeirra.

Prestur innflytjenda vinnur starf sitt sem prestur kristinnar kirkju og reynir að vitna um kærleik Jesú Krists.

      1. Formáli

Prestsþjónusta við innflytjendur hófst í nóvember árið 1996. Prestur innflytjenda hefur nú aðsetur á skrifstofu í Hjallakirkju.

      2. Starfsemi á tímabilinu júní 2015 – maí 2016

1)  Viðtal, ráðgjöf og sálgæsla

Tímabil: 1. júní 2016 – 31. maí 2017

Fjöldi fólks: 208 einstaklingar
Fjöldi viðtala: 701
Þjóðerni: 41(*inniheldur ósjálfstæð svæði)
Trúarbrögð: lútersk trú, kaþólsk, rétttrúnaðartrú og önnur mótmælendatrúarbrögð. Íslam, búddhatrú,
bahá´iatrú, hindúatrú, utan trúfélaga og ókunnugt.

Innihald viðtala – greining  (miðað við fjölda einstaklinga)
Fjölskyldumál og almenn lífskjör     31
Atvinnu- og fjármál      9
Húsnæði 13
Veikindi, meiðsli og sorg 17
Mennta- og menningarmál        32
(****felur m.a. í sér mál sem varðar fordóma)
Trúmál og trúarbrögð        63
Málefni hælisleitenda      124
Samtals                               289

           Samanburður við tölur undanfarinna fjögurra ár

                                  2012       2013      2014       2015      2016

Fjöldi fólks             136           148         151           178         208

Fjöldi viðtala          349         489        569           521         701

Þjóðerni                     24           28           43            38            41

Aðaltilgangur þjónustu prests innflytjenda er sálgæsla og lífsstuðningur þar sem þarf meira en eitt til tvö viðtöl til. Sem dæmi um slík langtímaviðtöl má nefna fjölskyldumál almennt, mál sem fylgja aðlögun, veikindum og hælisleitendamál.

2)   Almenn þjónusta við hælisleitendur

Prestur innflytjenda hefur haft stöðug samskipti við hælisleitendur á Íslandi á síðustu 20 árum eða frá upphafi þjónustunnar.
(*Prestur innflytjenda hefur hvatt fólk og fjölmiðla til að nota orðin ,,umsækjandi um alþjóðlega vernd“ í staðinn fyrir ,,hælisleitandi“, þar sem síðarnefnda orðið er oft gildishlaðið og orðið neikvætt en hér notar hann það engu síður til þess að einfalda skýrsluna).
(**Til þess að skoða stöðu hælisleitenda, er fróðlegt að lesa skýrslur hjá Útlendingarstofnunar (utl.is) og Rauða Krossins (redcross.is).)

Grunnþjónusta prests innflytjenda við hælisleitendur er, eftir ósk viðkomandi, að hitta fólk og veita praktíska ráðgjöf jafnt sem andlegan stuðning. Að þessu leyti skiptir trúarlegur bakgrunnur viðkomandi ekki máli.

Einnig býður prestur innflytjenda þeim sem eru með kristna trú eða hafa áhuga á kristni í bænastund, messu á ensku og skírnarfræðslu.

Til þess að taka á móti fólki, byrjaði prestur innflytjenda að hafa viðtalstíma í safnaðarheimili Breiðholtskirkju. Hann er á fimmtudögum eftir hádegi og einnig eru aukatímar eftir þörfum. Hælisleitendur eru næstum án undantekningar bíllausir og staðsetning Breiðholtskirkju er mjög þægileg þeirra vegna.

Samtímis reynir presturinn að heimsækja fólk til að tala saman í staðinn fyrir bjóða því í viðtal á skrifstofu sína. Slík heimsókn er sérstaklega nauðsynleg þegar fólki sem liður illa og vill ekki mæta á samkomu eða þegar um er að ræða fólk sem er veikt. Fjöldi viðtala var alls 701 og þar af var í 27 skipti farið heim til 19 einstaklinga.

Annað verkefni hjá presti innflytjenda er að kynna málefni hælisleitenda fyrir samfélaginu en stundum valda fréttir misskilningi hjá fólki og fordómum í garð hælisleitenda.

Til þess að berjast við slíkan misskilning og fordóma, reynir prestur innflytjenda að skapa tækifæri til að kynna einstaklinga sem eru hælisleitendur fyrir fólki í söfnuðum á beinan hátt eða skrifa greinar í dagblöð um málefni þeirra.

3) Kirkjuleg þjónusta við hælisleitendur

Nýtt einkenni sem birtist fyrir augum prests innflytjenda í skýrslutímabilinu var fjölgun flóttafólks sem var kristið eða langaði að verða kristið.

(a) Bænasamkoma ,,Seekers“ í Laugarneskirkju

Í slíkum aðstæðum hófst Bænasamkoma, á ensku ,,Seekers“ í Laugarneskirkju í apríl 2015 í samvinnu við séra Kristínu Þórunni Tómasdóttur, þáverandi sóknarprest og safnaðarfólk þar.
Í skýrslutímabílinu voru Seekers samkomur haldnar einu sinni í viku. Seekers var haldin án frís og fjöldi samkomna voru fimmtíu og eitt talsins. Samkomur lögðust aðeins niður einu sinni (28. des.) vegna veikinda prestsins.

Fjöldi þátttekenda var um 15-20 að meðaltali í sumar 2016 en 10-12 um miðjan vetur.

Auk reglulegra bænasamkomna var sérstök bænastund haldin í lok júní, en hún var til að sýna fram samstöðu við tvo kristna hælisleitendur frá Írak sem áttu að vera sendir út úr landi síðar þann dag. Atburðurinn var haldinn með samþykki biskupsins en vakti mikla athygli samfélagsins. Og báðar raddir, með eða á móti, heyrðust. Prestur innflytjenda telur að það hafi verið nauðsynlegt innlegg til þjóðfélagsins og einnig til kirkjunnar sjálfrar.

Séra Kristín Þórunn Tómasdóttir var með Seekers þar til hún kvaddi Laugarnessöfnuðinn í byrjun ágúst 2016. Guðfræðinemarnir Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, Hjalti Jón Sverrisson og djáknaneminn Jóhanna María Eyjólfsdóttir tóku oft þátt í stundinni og aðstoðuðu við hana. Einnig fékk Seekers styrk að upphæð 100.000 kr. frá Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Prestur innflytjenda þakkar innilega aðstoð góðs fólks og prófastsdæmis Vestra.

(b) Bænasamkoma í Hjallakirkju

Í september 2015 hófst bænasamkoma í Hjallakirkju (,,Hjalla-seekers“).
Bænasamkoma var upphafslega haldin á föstudögum kl.11 en síðan breytist dag- og tímasetning í á sunnudögum kl. 14 (7. jún.-). En þegar ensk messa er haldin annað hvort í Breiðholtskitkju eða í Hallgrímskirkju, þá fellst bænasamkoman niður og fólkið er hvatt til að mæta í enska messu.

Á skýrslutímabilinu var samkoma haldin 27 sinnum og lagðist niður 4 sinnum vegna sumarfrís (3. og 10. júlí) og hátíðardaga (jóladags og fyrsta janúar).

Fjöldi þátttekenda var um 15 að meðaltali gegnum tímabilið.
Bænasamkoman er í samvinnu við Hjallasöfnuð og fær fjárhagslega aðstoð jafnt sem andlega. Kærar þakkir.

(c) Ensk messa í Breiðholtskirkju

Með hliðsjón af þessum tveimur bænasamkomum er ensk messa haldin í Breiðholtskirkju frá og með október 2015. Enska messan er að sjálfsögðu sjálfstætt helgihald en hún er samtímis hluti af röð verkefna til þessa að styrkja þjónustu kirkjunnar við flóttafólk. Messan er haldin á annan sunnudag hvers mánaðar kl.14, en vegna áætlunar Breiðholtskirkju getur hún breyst í fyrsta eða þriðja sunnudag.

Það þarf að koma fram sérstaklega, að grunnstefnan hjá presti innflytjenda er að hvetja innflytjendur að fara í messu á íslensku og hvetja jafnframt söfnuði til að taka vel á móti innflytjendum svo öllum líði vel saman. Það er ekki tilgangurinn að móta sérstakan enskumælandi hóp innan kirkjunnar.

Hins vegar að áríðandi að veita hælisleitendum sem eru kristnir tækifæri til að hlusta á Guðs orð, biðja og lofa Guð og vera með öðrum systkinum í Kristi. Enska messan í Breiðholtskirkju er því fyrir allan og alls ekki takmörkuð fyrir hælisleitendur, heldur fyrir alla sem vilja vera með, en áhersla lögð á tilvist hælisleitenda.

Fjöldi þátttakenda er um 25 í meðaltali. Messa í september 2016 var haldin sérstaklega sem ,,samstöðumessa við flóttamenn“ og séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, prédikaði. Þá mættu um 100 manns.
Organistinn í messunum var Örn Magnússon, organisti Breiðholtskirkju. Einnig þáði messan hlýja aðstoð og hjálp frá Breiðholtssöfnuði.
Messan fékk styrki upphæð 450þ. kr. frá kristnisjóði fyrir árið 2017 og einnig 175þ. kr. frá Reykjavíkurprófastsdæmi eystra sem ráðstöfun gjalda á árinu 2016. Þakkir fyrir fjárhagslega aðstoð.

(d) Skírnir flóttafólks

Samtals 13 manns, 12 fullorðnir og ein 13 ára stelpa voru á meðal þátttakenda ofangreindra samkoma sem skírð voru til kristinnar trúar á skýrslutímabili. Og í lok maí eru 7 manns í skírnarfræðslu.

Prestur innflytjenda býður þeim sem vilja skírast í skírnarfræðslu hjá sér. Fræðslan byggist á sex kennslustundum um Biblíuna og kristna kenningu. Fræðslan er haldin, á grundvelli hvers einstaklings. En þegar það telst betra fyrir þátttakanda vegna tungumálserfiðleika eða annars, er hún haldin einnig haldin í hópkennslu.
Fjöldi fræðslutíma voru samtals 32 (eining er 50 mínútur).

Skírnarathafnirnar áttu sér stað sem einkaathöfn í Hjallakirkju, í sunnudagsmessu í Hjallakirkju eða í sunnudagsmessu Breiðholtskirkju.

Prestur innflytjenda vill innilega þakka ofangreindum kirkjuaðilum fyrir góða samvinnu, hlýjar móttökur og ómetanlegan stuðning.

4)   Samstarf við söfnuð þjóðkirkjunnar fyrir utan flóttafólksmál

Vegna annríkis í starfi sínu, fékk prestur innflytjenda því miður ekki mörg tækifæri að heimsækja sunnudagsmessu safnaðar nokkurs og prédika, sem hafði var gert 8-10 sinnum árlega á undanfarin ár.

Prestur innflytjenda fékk þó tækifæri fyrir prédikun einu sinni í Breiðholtskirkju (ágúst) og einu sinni í sunnudagssamkomu Hjálparæðishernum í Mjódd (maí).

Prestur innflytjenda fékk að annast ,,memorial prayer service“ í Fossvogskirkjugarði  13. nóvember fyrir Breta og Þjóðverja. Þetta er verkefni hjá séra Bjarna Þór Bjarnasyni en prestur innflytjenda leysti honum af.

Einnig tók prestur innflytjenda þátt í fermingarfræðslu í Neskirkju og Grensáskirkju.
Prestur innflytjenda vill þakka viðkomandi söfnuðum fyrir tækifærið til að messa eða prédika og hlýjar móttökur.

Nánar um kirkjulega þjónustu:
Prédikun : 10 sinnum
Þjónusta í altarisgöngu: 8 sinnum
Aðstoðarþjónusta í messu: 1 sinni
Minningarathöfn: 1 sinni
Brúðkaup: 6 sinnum
Skírn: 13 sinnum
Bænastund á ensku í Laugarneskirkju ,,Seekers“: 50 sinnum (þ.á.m. 4 sinnum var prestur innflytjenda fjarverandi)
Bænastund á ensku í Hjallakirkju: 31 sinni (þ.á.m.1 sinn var prestur innflytjenda fjarverandi)

5)   Samráðsvettvangur trúfélaga á Íslandi og samstarf við Félag Horizon

Að byggja brú á milli Þjóðkirkjunnar og annara trúfélaga sem eru nágrannar í samfélaginu er mikilvægt hlutverk og eitt af markmiðum prests innflytjenda.

Samráðsvettvangur trúfélaga var stofnaður í nóvember 2006 og eru núna í honum 16 trúfélög. Félögin eru: Þjóðkirkjan, Rómversk-kaþólska kirkjan, Fríkirkjan í Reykjavík, Krossinn, Kirkja sjöunda dags aðventista á Íslandi, Búddistafélag Íslands, Fríkirkjan, Vegurinn, Bahá’í -samfélagið, Félag múslima á Íslandi, Ásatrúarfélagið, FFWPU – Heimsfriðarsamband fjölskyldna og sameiningar (þáverandi ,,Unification church“), Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins í Reykjavík, Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, Soka Gakkai á Íslandi (Búddistafélag), Óháði söfnuðurinn í Reykjavík, Menningarsetur Múslíma og Guð- og trúarbragðafræðslustofnun HÍ.

Samráðsvettvangurinn átti 10 ára afmæli í nóvember 2016 var af því tilefni haldin afmælissamkoma var í ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, flutti ræðu. 70 manns mættu. (Prestur innflytjenda var fjarverandi).

Prestur innflytjenda tekur þátt í starfsemi vettvangsins sem fulltrúi Þjóðkirkjunnar ásamt Bjarna Randveri Sigurðarsyni, guðfræðingi og stundakennara við HÍ, og séra Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur presti í Neskirkju, en hann hætti í tilefni af 10. afmæli vettvangsins.

Samstarf við Félag Horizon, menningarleg samtök múslíma af tyrkneskum uppruna, hélt áfram eins og á síðasta skýrslutímabili. Aðaltilgangur félagsins er að fræða og hlú að gagnkvæmum skilningi í þjóðfélaginu.

Tyrknesk hátíð ,,Ashura“ var haldin í safnaðarheimili Neskirkju 26. nóvember, eða á fyrsta sunnudag í aðventu. Nedó, æskulýðsfélag Neskirkju, tók virkan þátt í atburðinum frá undirbúningi ásamt séra Steinuni Arnþrúði Björnsdóttir, presti Neskirkju. Kór Neskirkju tók einnig þátt í dagskránni og séra Þórhallur Heimisson, settur sóknaprestur Breiðholtskirkju flutti ávarp. Um 120 gestir nutu stundarinnar.

6)    Fræðslustarf og forvarnarstarfsemi

A) Fyrirlestrar og fræðslustundir, alls 9 sinnum.
B) Fermingarfræðsla Neskirkju og einnig Grensáskirkju,
Innlegg í aðventusamkomu Laugarneskirkju,
Innlegg um starf prests innflytjenda við guðfræði- og djáknanemendur HÍ (þrísvar).
Innlegg um starf kirkjunnar við flóttafólk á kynningarfundi á vegum biskupsstofu.
Innlegg um málefni hælisleitenda í samkomu International Rotary Club.
Innlegg um málefni innflytjenda og hælisleitenda á Íslandi fyrir rannsóknarhóp um fjölmenningu frá Tékklandi
C) Greinargerðir í blöð og vefblöð (fyrir utan Trú.is) samtals ? sinnum.
D) Pistlar og prédikanir á Trú.is, samtals 7 sinnum.
E) Viðtöl við blöð, sjónvarpsstöðvar, útvarpsstöðvar o.fl. samtals 21 skipti.
F) Framkvæmd undirskriftasöfnunar fyrir hælisleitendur, samtals 1 sinni.

7) Sumarleyfi

Prestur innflytjenda tók sumarfrí frá og með 14. nóvember 2016 til 25. nóvember.

3. Lokaorð

Starfsár þess (júní 2016- maí 2017) hefur reynst mjög annasamt ár eins og síðast starfsár milli 2015 og 2016. Ástæðan var bersýnilega sú aukning þarfa fyrir þjónustu við hælisleitendur og aðstoð. Þess vegna var prestur innflytjenda orðinn eins og ,,prestur hælisleitenda“ og ýmis verkefni við ,,venjulega“ innflytjendur urðu því hornreka á einhvern veginn.

Slík staða getur verið í lagi ef um skamman tíma er að ræða, en er alls ekki eftirsóknarvert þegar hún endist lengur en tvö eða þrjú ár. Málefni hælisleitenda er brýnt og áríðandi mál, en almenn innflytjendamál og þróun fjölmenningar á Íslandi er einnig án efa mikilvægt málefni sem þjóðkirkjan má ekki horfa fara fram hjá.

Næsta starfsár (júní 2017- maí 2018) verður tímabil þegar prestur innflytjenda verður að bregðast við þessum aðstæðum, sem sé, að finna leið til að sinna almennilega báðum málum um hælisleitendur og málum almennra innflytjenda. Og til þess, blasir það við að þjóðkirkjan þurfi að afla sér fleira verkafólk sem er með vilja og skilning á málnunum og einnig að móta áþreifanlega framtíðaráætlun frá kirkjulegu sjónarmiði.

Að lokum þakkar prestur innflytjenda Guði fyrir köllun fyrir þjónustu við innflytjendur, hælisleitendum og manneskjur. Hann nýtur mikið þess að starfa í þjóðkirkjunni og þjóna fólki í þjóðfélaginu, með gleði.

Drottinn blessi starfið og varðveiti aðila þá sem koma að því.

15. júní 2017 Reykjavík,
Toshiki Toma, prestur innflytjenda

css.php