Smáskilaboð til náttúru Íslands frá Japan

Við sjáum og heyrum oft orðið “fjölbreytni” um þessar mundir. Íslenskt þjóðfélag getur ekki forðast að mæta fjölbreyttum menningarstraumum hér á landi. Fjölbreytni skaðar ekki einstakleika. Fjölbreytni er framlenging gagnkvæmni, og einstakleikinn stendur á gagnkvæmninni.

Þetta virðist flókið, en er það reyndar ekki. Það er alveg eins og Páll postuli segir; “En nú hefur Guð sett hvern einstakan lim á líkamann eins og honum þóknaðist. Ef allir limirnir væru einn limur, hvar væri þá líkaminn? En nú eru limirnir margir, en líkaminn einn.”(1. Kor. 12:18-20) Þó að sannleikurinn sé oft einfaldur gleymun við honum oft.

Það sem ég vil hugsa í dag í þessu samhengi er ekki um fjölbreytta menningu hérlendis, heldur um náttúruvernd Íslands. Fögur og rík náttúra er fjársjóður Íslendinga og fyrir hana er Ísland einstakt. En þessi náttúra stendur líka á gagnkvæmni, en ekki alveg sjálfstætt. Hvers vegna?

Áður en ég fluttst til landsins hafði ég annast lítinn söfnuð í Japan sem prestur. Hann var í stórri borg sem heitir Nagoya. Hún er háiðnaðarborg með fjórum milljónum íbúa. Einn aðaliðnaður borgarinnar og nágrenni hennar var bílaiðnaður. Toyota eða Nissan vinna að framleiðslu óteljandi bíla allan sólahringinn. Margir bílar þaðan geta verið í notkun hér á Íslandi líka, í rauninni er bíllin minn kominn þaðan.

Japanskir bílar seljast vel, en afleiðing þessarar framleiðslu er að umhverfi þessa háiðnaðarsvæðis er orðið ómögulegt. Loftmengun er algeng og varðandi náttúruvernd þurfum við að játa það að það er engin náttúra til lengur til að vernda þar. Fólk vinnur og lifir við svona aðstæður. Hógværlega orðað, verðum við að viðurkenna að náttúra Japans hefur skemmst töluvert.

Mér finnst það forréttindi Íslendinga að þurfa ekki að framleiða bíla sjálfir. Þetta á ekki aðeins við um bíla, heldur einnig um járnframleiðslu, lyf eða alls konar þung-iðnaðarframleiðslur. Íslendingar njóta góðs af framleiðslu sem fer fram annars staðar í heiminum og mengar umhverfi fjarri Íslandi. Málið er ekki hvort viðkomandi staður eða fólk sé að græða á þessu eða ekki. Málið fyrir okkur kristna menn er að þægindi einhvers séu alltaf tengd við óþægindi einhvers annars. Þetta er því miður staðreynd, og hluti gagnkvæmni mannkyns.

Guð sagði; “Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss, og hann skal drottna yfir fiskum sjávarins og yfir fuglum loftsins yfir fénaðinum og yfir villidýrum og yfir öllum skriðkvikindum, sem skríða á jörðinni.” (1. Mósebók 1:26)

Þetta umboð Guðs er ekki aðeins til Japana eða Íslendinga, heldur til allra á jörðinni. Ef við lítum á náttúru á Íslandi, eigum við ekki að segja að hún sé ekki bara fjársjóður Íslendinga heldur dýrmæti heimsins. Og ef það eru forréttindi Íslendinga að eiga þessa fögru náttúru í heimalandi sínu, fylgir þá ekki sérábyrgð á nýtingu og vernd hennar?

Hugsum við einstakleika Íslands í samhengi við heiminn okkar allra og leitum að almennilegu svari til Guðs.

(Japani og prestur innflytjenda, 24. september 2002 Mbl.)

css.php