Jesús á flótta og örkin okkar

Með því að fara út úr ramma náðar Guðs, lætur Jesús okkur komast inn í rammann. Með öðrum orðum, kaus Jesús að fara sjálfur á flótta til þess að bjóða öðrum flóttamönnum inn í björgunarörk Guðs. Hér

þurfum við að hugsa vel um mynstur hugsjónar Jesú, framkomu og ákvörðun.

Kjarni kristninnar er fagnaðarerindi. Og miðpunktur fagnaðarerindisins er Jesús Kristur. Hann er hér í kirkjunni með okkur. Kirkjan er skjól okkar og örk björgunar. Það er alveg pottþétt. En Jesús dvelur ekki alltaf inni í kirkjunni eða örkinni. Hann fer út úr örkinni til þess að leiða fólk inn í hana. Hann getur jafnvel farið á flótta til þess að hann mæti öðrum flóttamönnum.

Og þegar hann er úti, þá er miðpunktur fagnaðarerindisins líka úti. Við skulum ekki gleyma því. Ef við sitjum alltaf í kirkju eða björgunarörk, og lokum dyrunum fast, þá gætum við jafnframt útilokað frelsarann okkar sjálfan. Þetta er líka mikil þversögn sem Jesús kennir okkur.

Lesa meira í Trú.is

css.php